Þingmenn gera alþingi óþarft

Alþingismenn og stjórnmálaflokkar á þeirra vegum vinna að því hörðum höndum síðustu tvö kjörtímabil að gera löggjafasamkomuna óþarfa. Í stað þess að yfirvega lög landsins og almannahag er ræðustóll þingsins notaður til að stunda málfundaæfingar í þágu sértrúarhópa.

Samfylkingin reið á vaðið árið 2009 og boðaði ESB-trú. Afsprengi Samfylkingar, Björt framtíð, er svo málefnalaus að hún skráði sig í heilu lagi inn í annan stjórnmálaflokk strax eftir kosningar. Nördafélagsskapurinn Píratar er harður á þeirri sérvisku sinni að þingmenn eigi ekki að sinna landsmálum heldur verði utanþingsmenn settir í landsstjórnina.

Vinstrimenn eru sérstaklega hneigðir til sértrúarhyggju. Þess vegna þurfa þeir svona marga flokka. Eðli sértrúar er að stofna flokk um sérmál. Á síðasta kjörtímabili gerðist það að sérvitringar á hægri vængnum leituðu í smiðju vinstrimann og stofnuðu sértrúarflokk, Viðreisn.

Höfuðpáfi sértrúarsafnaðanna, Össur Skarphéðinsson, sér núna, loksins, loksins villu síns vegar og biður um að þeir tveir stjórnmálaflokkar sem standa undir nafni, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, sjái um landsstjórnina. Á meðan geta þingmenn í friði ærslast á Austurvelli, innan og utan þinghússins.

 


mbl.is Össur vill sjá Alþingi stjórna Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband