Stjórnmálakreppan lýsir vangetu vinstriflokka og Viðreisnar

Á Íslandi er góðæri: hagvöxtur, full atvinna og bjartar framtíðarhorfur. Samt er stjórnmálakreppa. Ástæðan er eftirfarandi:

Stjórnmálamenn eru fangar sinnar eigin orðræðu. Þetta á fyrst og fremst við vinstriflokkana og nýja framboðið, Viðreisn. Á síðasta kjörtímabili notaði stjórnarandstaðan hvert tækifæri til að hallmæla og hrakyrða ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Í stað þess að móta stefnu sem væri valkostur við sitjandi ríkisstjórn buðu vinstriflokkarnir og Viðreisn upp á mótmæli á Austurvelli. Ekkert uppbyggilegt hlýst af mótmælum sem bjóða ekki fram valkost.

Smáflokkabandalag Viðreisnar og vinstriflokka eyddi nokkrum dögum í stjórnarmyndun sem var feig frá upphafi: mótmælaflokkar geta ekki boðið upp neinn valkost við ríkisstjórnarstefnu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Eina rökrétta niðurstaðan er að einhver smáflokkanna, vonandi Vinstri grænir, brjóta odd af oflæti sínu og gangi til liðs við sitjandi ríkisstjórn.

Oflætið er eins og drambið - falli næst.

 

 


mbl.is Framsókn áhugalaus um samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fyrri stjórnmálaviðræðurnar rak upp á sker vegna þess að flokkarnir tveir yst til hægri gátu meðal annars ekki komið sér saman um skattamál og sjávarútvegsmál. 

Það er ómögulegt að sjá hvernig vinstri flokkarnir komu nálægt því. 

Ómar Ragnarsson, 25.11.2016 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband