Katrín og Össur leita að bakdyrum ESB fyrir Ísland

Samfylkingu og Vinstri grænum tókst ekki, hvorki með vélráðum né þvingunum, að troða Íslandi inn í Evrópusambandið á síðasta kjörtímabili. Talsmenn flokkanna, Katrín Jakobsdóttir formaður Vg og Össur Skarphéðinsson skuggaleiðtogi Samfylkingar, eru með samræmdan málflutning á alþingi um að breyta stjórnarskránni til að heimila valdaframsal til yfirþjóðlegra stofnana (les Evrópusambandið).

Össur beitir gamalkunnum rökum ESB-sinna að valdaframsalið sé nú þegar orðið of mikið, vegna EES og Schengen, til að það rúmis innan núgildandi stjórnarskrár. Katrín er lúmskari og talar um að fara að fordæmi Norðmanna.

Bæði eru þau á villigötum. Öll umræða í Evrópu, eftir Brexit, er að færa vald frá miðstýringarvaldinu í Brussel heim til aðildarríkjanna. Ungverjar greiða þjóðaratkvæði um að takmarka rétt ESB til íhlutunar í innanríkismál sín. Skotar eru ekki með nein áform um að leita inngöngu í ESB eftir Brexit. Norðmenn eru stöðugir í andstöðu við ESB-aðild.

Katrín og Össur ættu fremur að játa mistökin með ESB-umsókninni fremur en að læðupokast við bakdyr ESB með tillögur um að útvatna stjórnarskrá lýðveldisins.


mbl.is Vill ákvæði um valdaframsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt, Páll, og velkominn á lappir. laughing

Jón Valur Jensson, 21.9.2016 kl. 07:04

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gott Páll en segir þetta ekki að það sé peningur í húfi og eða að þau séu hreinlega á spena ESB fyrir það að stuðla að Globalesiringu. 

já og eða frá NWO en Soros styrkir alla sem vinna að þessum málum.Það er staðreynd. Ég var með slóða fyrir nokkrum dögum af stofnunum sem Soros styrkir. 

Valdimar Samúelsson, 21.9.2016 kl. 08:45

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Valdimar heldur þú ekki líka að þau séu íslamistar í dulargervi og útsendar kínverja til að eyðileggja Evrópu? Kannski eru þau sérstakir fulltrúar Lenins sem Soros er búinn að endurvekja og notaði til að sprengja Tvíburaturnana í Bandaríkjunum. Hættu nú að lesa þessar samsærissíður sem einhverjir brjálaðir Bandaríkjamenn halda úti til að græða peninga á einföldu fólki sem trúir þessu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.9.2016 kl. 09:26

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Auðvitað er Össur Skarphéðins og kata litla VG á peningaspena Soros, geta þau sannað að þau séu ekki á spenanum.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 21.9.2016 kl. 10:14

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Steingrímur og Katrín læddust út um kjallaradyr VG-safnaðarheimilins, í skjóli myrkurs, með annað plagg en samþykkt var af flokksmönnum, til að komast í eina sæng með Jóhönnu Sig.

Allir hugsandi einstaklinga hljóta að velta fyrir sér, hver eru heilindi VG. Ekki bara gagnvart flokksmönnum sínum, heldur ekki síður gagnvart þjóð sinni.

Voru VG sinnar ekki mótfallnir inngöngu í ESB?

Voru samþykktar breytingar á fyrri samþykktum VG?

Fjallaði RÚV um þennan viðsnúning VG?  

Af minna tilefni hefur fréttastofa RÚV farið af hjörunum. 

Benedikt V. Warén, 21.9.2016 kl. 14:06

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er greinilegt að þögn VG er sama og samþykki

VG hefur greinilega svikið samþykktir sínar er varðar ESB.

Katrín hefur flutt tillögu um áframhaldand viðræður við ESB gegn betri vitund.

RÚV er ekki að standa sig í hlutleysi sínu, að sjá ekki fréttina í gjörðum formanns VG.

Benedikt V. Warén, 21.9.2016 kl. 19:14

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Frábær innlegg frá þér hér, Benedikt V. Warén.

Heilustu þakkir!

Jón Valur Jensson, 22.9.2016 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband