Ríkið styrkir ójafnrétti í boði fjölmiðla

Fjölmiðlar stunda kerfisbundið kynjamisrétti, segir í einni aðalfrétt dagsins. Aukafrétt dagsins, þessi sem er hér viðtengd, segir að ríkið verði að grípa til ráðstafna að styrkja einmitt þessa sömu fjölmiðla.

Ríkið ætti fremur að hætta öllum stuðningi við fjölmiðla og láta karla og konur um að sinna fjölmiðlun eftir efnum og ástæðum.

Varla getur það verið hlutverk ríkisins að stuðla að kynjamisrétti. Kannski er lærdómurinn einfaldlega sá að ríkisafskipti af frjálsum athöfnum einstaklinga, karla og kvenna, gerir ekki annað en að stuðla að misrétti.


mbl.is Vill bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband