RÚV situr uppi með skömmina; verður að biðja SDG afsökunar

RÚV laug fréttum um Sigmund Davíð Gunnlaugsson; verktaki RÚV gerði honum fyrirsát; RÚV þverbraut sínar eigin siðareglur í aðförinni að forsætisráðherra; RÚV stundaði pólitík en ekki fréttamennsku til að koma höggi á forsætisráðherra.

Sigmundur Davíð birtir ítarlegustu upplýsingar um einkafjármál sín og eiginkonu sinnar sem nokkur stjórnmálamaður hefur gert. RÚV finnur hvergi leið að vefengja upplýsingarnar.

Þegar fyrir liggur að öll fjármál Sigmundar Davíðs og fjölskyldu eru á tæru hlýtur RÚV að gera grein fyrir hlut stofnunarinnar að flæma forsætisráðherra úr embætti og biðja Sigmund Davíð opinberlega afsökunar á aðförinni.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Löngu tímabært að ríkisstofnunin biðjist afsökunar á svívirðilegri lygaherferð á SDG kæri Páll! Hárrétt hjá þér í góðum pistli, sem iog fyrri skrifum þínum um sama mál.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.5.2016 kl. 20:04

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

      "I heard them calling".

Helga Kristjánsdóttir, 11.5.2016 kl. 20:33

3 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Ég er alveg sammála þér varðandi framkomu RÚV í garð Sigmundar Davíðs. En ég tók eftir því að þú kallar þessa framkomu pólitík. Ekki ætla ég að þræta við þig um það. En ef svona framkoma er "normið" í Íslenskri pólitík þá skil ég mikið betur svo margt sem hefur gerst á síðustu árum á Íslandi og þá er spurningin. Er þá ekki bara kominn tími til að leggja niður pólitík á Íslandi?

Hér er ekkert líðræði hvort sem er og það eru margir áratugir síðan ég áttaði mig á því.

Steindór Sigurðsson, 11.5.2016 kl. 21:03

4 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Hverju var logið Páll? Svona framsetning, sama hverjum þú ert í liði með, er þér ósæmandi. Tilurð og framvinda málsins er staðreynd. SDG braut fullkomlega siðareglur, þú breytir því ekki með bloggi.

Jónas Ómar Snorrason, 11.5.2016 kl. 21:13

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

JÓS

Þú leggur lykkju á leið þína til þess að hafa rangrt fyrir þér

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.5.2016 kl. 21:23

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Nákvæmlega Páll, nákvæmlega!!!!!

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.5.2016 kl. 21:27

7 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Hver er sú lykkja preddi? Ekki er þessi SDG saga eithvað úr mínum kolli, hann sá um það fullkomlega sjálfur. Ef þú villt vera meðvirkur, þá bara gerir þú það á þínum forsendum, væntanlega að þér líki framkoma hans í alla staði. Sem og prelátans Tómasi Ibsen, sem ótt og títt boðar fagnaðarerindið með Jóni Vali Jenssyni, en ég hef það á tilfynninguni, þeir vita ekki alveg hvoru megin þeir kumpánar standa, setjum bara? 

Jónas Ómar Snorrason, 11.5.2016 kl. 21:46

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jónas. Ég vil bara minna þig á að þær siðareglur sem þú telur Sigmund hafa brotið voru ekki samþykktar á Alþingi fyrr en fjóum dögum áður en málið kom upp. Þær voru ekki ákveðnar afturvirkt til þess tíma er Sigmundur settist á þing.

hvað svo þessar nýju siðareglur áhrærir, þá ná þær ekki til maka fulltrúa en hagsmunatengsl verður að upplýsa í ákveðnum málim. Ekkert slíkt hefur sýnt sig vera og Sigmundur með hreinan skjöld, þó svo að hinar nýju siðareglur væru komnar í gagnið. Ef eitthvað er þá gekk Sigmundur af hörku gegn hagsmunum eiginkonunnar í samningum við kröfuhafa.

Sigmundur ætti að mínu mati að stefna ríkisútvarpinu. Þeir fóru langt útyfir umboð sitt og hlutverk og beittu sér í pólitískum skæruhernaði þar sem pólitísk sannfæring og hatur stjórnanda réði ferð.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.5.2016 kl. 22:05

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fyrir það að leiða þetta mannorðsmorð og kynda undir hatri sem álitsgjafi stofnunarinnar hefur Guðni nokkur hlotið frægð og frama slíkann að hann er á leiðinni í forsetastólinn.

Þetta er svo galið að það tekur öllum skáldskap fram. Jafnvel þeim súrrealíska.

Þjóð hinna hauslausu hænsna hefur talað.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.5.2016 kl. 22:09

10 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Það er naumast kóræfingin í kvöld, undir stjórn siðfræðingsins og blaðamannsins. Samt hljómar kórinn undarleg ósamstilltur.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 11.5.2016 kl. 23:26

11 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Jón Steinar, ég er eiginlega kjaftstopp. Nenni ekki að eyða orðum í þverhausa, alvöru þverhausa. Held þú áttir þig ekki á hvað þú ert að segja, en það er þitt mál.

Jónas Ómar Snorrason, 11.5.2016 kl. 23:28

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Er ekki ráð að send sé áskorun til allra helstu fjölmiðla heims um að biðja SDG afsökunar?  Líka áskorun til þingflokka Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem SDG fór á bak við, og áskorun til forseta Íslands um þeir biðji SDG afsökunar?

Ómar Ragnarsson, 11.5.2016 kl. 23:33

13 Smámynd: Wilhelm Emilsson

"It's a madhouse!"

Charlton Heston, Planet of the Apes.

Wilhelm Emilsson, 12.5.2016 kl. 00:31

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

.....Og aparnir verða áhrifalausir um leið og Evrópusambandið tekur dýfuna sína. 

Helga Kristjánsdóttir, 12.5.2016 kl. 01:40

15 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það verður nú meiri buslu gangurinn.

Helga Kristjánsdóttir, 12.5.2016 kl. 01:41

16 Smámynd: Jón Ragnarsson

Af hverju laug hann um fyrirtækið í viðtalinu?

Af hverju seldi hann fyrirtækið á 1 dollara daginn fyrir gildistöku nýrra laga um svona málefni?

Af hverju sagði hann engum frá kröfunum í þrotabú bankanna?

Af hverju upplýsti hann ekki um að hann sæti beggja vegna borðsins?

Nú hefur þessi maður verið í 6 vikur að semja og búa til þessa yfirlýsingu sem er ekki skeinipappírsins virði og ætlast til að verða hvítþveginn að lygum sínum, svikum og lýðskrumi með því.

Sá sem trúir þessu bulli í honum þarf hjálp.

Jón Ragnarsson, 12.5.2016 kl. 11:07

17 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jóin R

Hann átti aldrei helming í eigum konu sinnar. Það sér hver meðalgreindur maður. Þessi eini dollar var greiddur vegna reglna þar um í ljósi þess að hann átti í raun ekki einkaarf eiginkonu sinnar sem hún nota bene fékk greiddannokkrum árum áður en hún giftist honum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.5.2016 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband