Trump í Austurríki - veröld sem var vinstrimanna

Forsetaframbjóðandi Frelsisflokksins í Austurríki, Nor­bert Hofer, er þarlend útgáfa af Donald Trump forsetaefnis í Bandaríkjunum. Báðir koma þeir af hægri væng stjórnmálanna en tala fyrir hagsmunum launþega.

Vinstrimenn hafa yfirgefið almenna launþega og hagsmuni þeirra en staðsetja sig pólitískt með háskólamenntaðri sérfræðistétt sem alltaf er sannfærð um réttmæti skoðana ráðandi afla.

Ráðandi öfl vildu gera fríverslunarsamning milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Í þeim samningi féllust í faðma tæknikratar í Brussel og demókratar í Washington. Stórfyrirtæki græddu mest á slíkum samningi oft á kostnað launþega og fullveldi þjóðríkja.

Hægrimaðurinn Nor­bert Hofer segist ekki myndi skrifa undir fríverslunarsamning ESB og Bandaríkjanna yrði hann forseti, jafnvel þótt austurríska þingið samþykkti samninginn. Hann tæki sem sagt Ólaf Ragnar á málið og vísaði því í þjóðaratkvæði.

Donald Trump keyrir kosningabaráttu sína á líkum nótum. Málflutningur Trump er ættaður frá vinstrimönnum sem einu sinni báru hag launþega fyrir brjósti. Fríverslunarsamningar sem flytja bandarísk störf suður á bóginn til láglaunasvæða í Mexíkó eru ekki í þágu bandarískra hagsmuna, segir Trump.

Hægrimenn, eins og Hofer og Trump, njóta stuðnings almennra launþega sem óttast að missa störfin til útlanda og keppa um húsnæði við innflytjendur. Vinstrimenn eru á hinn bóginn í pólitík útópíunnar þar sem Brussel og alríkið vakir yfir velferð múslíma jafnt sem kristinna og allir lifa í sátt í allsnægtum.


mbl.is Hægrimenn sigra í Austurríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þegar maður verslar í Bandaríkjunum, fer í verslunarmiðstöð til að gera góð kaup, kemur í ljós að flestar vörur eru framleiddar annarsstaðar en í USA. Sárafáar vörur eru merktar með "Made in USA".

Maður tekur jafnvel eftir því að það eru ekki svo margir að versla í stórmörkuðunum og þegar maður gengur um verslunarmiðstöðvarnar kemur í ljós að æði mörg bil þar sem áður voru blómlegar verslanir eru nú tóm.

Við hjónin vorum fyrir tveimur árum stödd í einni af stórborgum USA, fórum þar í verslunarmiðstöð í verslunina SEARS til að gera góð kaup, sem við og gerðum. Þegar við komum að verslunarmiðstöðinni veitti ég því athygli hversu lítið var um bíla á bílastæði miðstöðvarinnar. Við áttum okkar viðskipti og ákváðum að fara í aðra verslun í hinum enda miðstöðvarinnar. Er við gengum á milli yfir í hina verslunina vakti það furðu okkar að engin verslun, engin starfsemi var annarsstaðar að sjá í verslunarmiðstöðinni.

Vandinn við það sem er að gerast í USA er sá að stærstur hluti framleiðslugeirans hefur verið fluttur úr landi og atvinnuleysi því orðið umtalsvert, mun meira en opinberar tölur gefa til kynna. Fátækt hefur aukist gífurlega og millistéttin er að hverfa.

Tómas Ibsen Halldórsson, 27.4.2016 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband