Trump er vinstrimaður af gamla skólanum

Vinstriútgáfan Guardian játar: Trump talar fyrir milljónir launþega sem óttast að missa vinnuna vegna samninga um frjálsa verslun, sem flytur störf til fátækra landa til að stórfyrirtæki græði en verkalýðnum blæði.

Trump talar fyrir verkamennina í Indianapolis sem missa vinnuna vegna þess að verksmiðjan verður flutt til Mexíkó. Myndband á Jútúb sýnir forstjóra útskýra að frjáls verslun þýðir atvinnuleysi og fá fokkjú tilbaka.

Vinstrimenn í gamla daga báru hag launþegar fyrir brjósti. En í dag eru þeir jafn sannfærðir og hægrimenn um ágæti frjálsrar verslunar.

Thomas Frank fór í gegnum ræðurnar sem Trump flytur og komast að raun um að hann talar mest um hættuna af lélegum viðskiptasamningum sem Bandaríkin hafa gert við aðrar þjóðir í nafni frjálsrar verslunar.

Pistill Frank í Guardian dregur ekki dul á að Trump stundar kynþáttaníð og stórkarlalegar yfirlýsingar. En á fundum talar Trump um lífsbjörg launamanna. Og fær stuðning þeirra.

 

 


mbl.is Evangelistar fylkja sér á bak við Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband