Peningar, traust og gangverk samfélagsins

Peningar og traust hanga saman. Þeir sem tengdir eru aflandseyjupeningum eru allir með mannaforráð í stjórnmálum og atvinnulífi - lífeyrissjóðir þar meðtaldir. Þar með gera þeir allir tilkall til að almenningur treysti þeim. Í raun væri þeim ómögulegt að starfa án trausts.

Fólk man alltof vel að gangverk samfélagsins nærri stöðvaðist vegna þess að alþjóðlegt traust á íslenskum peningamönnum gufaði upp veturinn og sumarið 2008 sem leiddi beint til hrunsins þá um haustið. Peningar þjóna margvíslegu hlutverki og samfélagið er ekki starfhæft án þeirra. Vantraust kippir grundvellinum undan öllum þeim hlutverkum.

Skiljanlega er ekki enn gróið um heilt milli þjóðarinnar og þeirra sem sýsla með peninga í einhverjum mæli. Traustið tekur tíma að vinna tilbaka. Þótt peningareikningar gleymist ættu menn ekki að gleyma lexíunni um að peningar og traust hanga saman.


mbl.is Minnisleysi og misskilningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband