Mótmæli gera samfélagið pólitískara

Mótmæli eru í auknum mæli skipulögð fremur en sjálfssprottin. Uppskriftin er þessi: Fjölmiðill undirbýr jarðveginn með hannaðri atburðarás. Stuðningur kemur frá virkum í athugasemdum og stjórnarandstöðunni.

Þegar umræðan á samfélagsmiðlum nær ákveðnu hitastigi er boðað til mótmæla. Ef hitastigið er lágt er látið við sitja að safna undirskriftum en við suðumark er skundað á Austurvöll.

Á hverjum tíma er leitað að máli sem getur hrundið af stað mótmælabylgju. Fjölmiðlar og stjórnarandstaða beita fyrir virka í athugasemdum og fylgjast með viðbrögðum.

Í andrúmslofti hannaðra mótmæla verða mál pólitískari en áður. Það er aldrei að vita hvaða mál valda pólitískum eldsumbrotum.  


mbl.is Mótmælin ekki til einskis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Langaði bara við þetta tækifæri að óska þér til hamingju með árangurinn, að ná nú að loka á málfrelsi starfsmanna RÚV. Þetta er að koma allt hjá þér, halda okkur í gamla tímanum, gera RÚV sem undirdeild núverandi og fráfarandi stjórnvalda,þannig þar verið ekki neitt sagt nema þú hafir blessað það, ásamt öðrum útskýrendum. Auðvitað átt þú að stýra því sem sagt er á RÚV, enda hámenntaður blaðamaðurinn, siðfræðingurinn og heimspekispegúlantinn. Innilega til lukku með þetta Páll.....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 19.4.2016 kl. 12:17

2 Smámynd: Guðlaugur Guðmundsson

Það veitir nú ekki af að hafa taumhald á orðhvötum og ofurpólitískum starfsmönnum RUV sem sjaldnast kunna að gæta velsæmis í fréttaflutningi sínum og umræðu um einstök mál.

Guðlaugur Guðmundsson, 19.4.2016 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband