Pólitískt frumkvæði og forsetakosningar

Frekjulegur tónn í spurningum fréttamanna RÚV á blaðamannafundi Ólafs Ragnars Grímssonar, ,,heldur þú að þú sért ómissandi?", gaf til kynna að framboð sitjandi forseta kom illa við óreiðufólkið, sem þóttist vera með pólitískt frumkvæði eftir að hafa knúið forsætisráðherra til afsagnar.

Síðustu forsetakosningar, þegar vinstrimenn sameinuðust um RÚV-frambjóðanda gegn Ólafi Ragnari, voru fyrirboði stórtaps vinstriflokkanna í þingkosningunum 2013.

Píratar leiða kröfu óreiðuaflanna síðustu misserin um uppstokkun stjórnkerfisins með nýrri stjórnarskrá og valdeflingu virkra í athugasemdum. Ákvörðun Ólafs Ragnars um að bjóða sig fram á ný gerir upplausnarliðinu erfiðara um vik. Stjórnskipuleg kjölfesta á Bessastöðum gerir hávaðapólitíkina á Austurvelli, innan og utan þings, ótrúverðugri.

Það stendur upp á stjórnarflokkana, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, að setja saman framboðslista og pólitík sem fylgir eftir ákvörðun forsetans um að sækjast eftir endurkjöri.


mbl.is Fer fram í sjötta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Furðulegt að sjá tannagnístur og ergelsi þessara fáu andstæðinga Ólafs Ragnars.

þetta sama fólk er með orðið Lýðræði á tungubroddinum alla daga en rífur hár sitt og skegg þegar niðurstaða þess er ekki því að skapi. Annaðhvort kýs þjóðin Ólaf aftur, eða ekki. Flóknara er það ekki. Vilji þjóðin hann í 50 ár, þá verður það þannig,mgefi hann kost á því.

Ólafur hreinsar með þessu til í undanfara kosninga sem stefndu í algert rugl og allar líkur á að maður yrði kosinn sem nýtur stuðnings brotabrots af þjóðinni, þegar svo þunnt er smurt.

Ólafur er statesman, með gríðarlega pólitiska og diplómatíska reynslu og alþjóðlegt tengslanet. Hann þekkir stjórnarskránna, kosti hennar og galla manna best og ég lít til hans nú þegar evrópusambandssinnar reyna að gera enn eina atlöguna að henni, því hana þarf að liða í sundur áður en áfram verður haldið með umsókn. Framsal Rikisvalds var og er upphaflegt markmið og þar segir þjöðin stopp.

http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2016 kl. 08:47

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Langaði bara við þetta tækifæri að óska þér til hamingju með árangurinn, að ná nú að loka á málfrelsi starfsmanna RÚV. Þetta er að koma allt hjá þér, halda okkur í gamla tímanum, gera RÚV sem undirdeild núverandi og fráfarandi stjórnvalda,þannig þar verið ekki neitt sagt nema þú hafir blessað það, ásamt öðrum útskýrendum. Auðvitað átt þú að stýra því sem sagt er á RÚV, enda hámenntaður blaðamaðurinn, siðfræðingurinn og heimspekispegúlantinn. Innilega til lukku með þetta Páll.....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 19.4.2016 kl. 09:08

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þessum Sigfúsi fer eins og þráhyggjuliðinu sem hatast við Ólaf Ragnar, situr fastur í eigin krapa og reynir svo að klína honum á aðra. Auðvitað hefur Páll ekkert með það að gera að það sé aðeins kippt í taumana á Ríkisútvarpinu. Starfsfólkið sjálft sá um það rétt eins og öskuraparnir sáu um að ýta ÓRG aftur út í framboð. 

Elementary!

Ragnhildur Kolka, 19.4.2016 kl. 11:52

4 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Gott að vera ekki jafnmálefnalegur hér og margir vilja vera....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 19.4.2016 kl. 12:14

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Hvað segir annars hann stór vinur þinn frú Kolka, hann Kjartan, hvað finnst honum um breytinguan á RÚV, núna þegar þeir ráða þar ekki lengur.. Finnst honum þetta verra ?

Sigfús Ómar Höskuldsson, 19.4.2016 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband