Birgitta/Píratar valdeflast í óreiðu

Birgitta Jónsdóttir leiðtogi Pírata er með böggum hildar eftir ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að bjóða sig fram til forseta. Píratar fiska best í gruggu vatni óreiðustjórnmála.

Ákvörðun Ólafs Ragnars leiðir til aukinnar stjórnfestu og í leiðinni takmarkast svigrúm Pírata og annarra sem gera út á stjórnmál upplausnar.

Auknar líkur eru á að þingkosningarnar í haust verði málefnalegri og yfirvegaðri en annars hefði orðið. Óreyndur forseti á Bessastöðum gæti hæglega orðið leiksoppur upplausnarliðsins.


mbl.is Forsetinn skapaði óvissuna sjálfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

púff, nú er nornin fúl...

Birgir Örn Guðjónsson, 18.4.2016 kl. 19:26

2 Smámynd: Filippus Jóhannsson

Já nornin er mjög fúl.

Filippus Jóhannsson, 18.4.2016 kl. 20:29

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Eitthvað er lýðræðið að þvælast fyrir Birgittu. "Gengur ekki að þjóðkjörinn forseti sitji sex tímabil".? Hvað mega lýðræðislega kjörnir fulltrúar almennings sitja mörg tímabil? Ef þessi hugsanagangur tilheyrir stefnu Pírata, er hætt við að glansmyndin og prósenturnar í skoðanakönnunum fari þverrandi. Ef Birgitta er samkvæm sjálfri sér, ætti hún að krefjast þess að t.d. Steingrímur J. verði hrakinn af Alþingi, sökum langrar setu, þó hann sé sannarlega kosinn í lýðræðislegri kosningu. Píratar þurfa að útskýra sína sýn á lýðræðinu, ef þetta er hluti af viðhorfum þeirra. 

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 18.4.2016 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband