Ólafur Ragnar auðveldar framgang lýðræðisins

Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að bjóða fram þjónustu sína í enn annað kjörtímabil auðveldar framgang lýðræðisins. Við getum núna einhent okkur í undirbúning næstu þingkosninga.

Með Ólaf Ragnar sem stjórnskipulega kjölfestu verður óreiðan minni í stjórnmálum.

Takk, Ólafur Ragnar.


mbl.is Ólafur aftur í forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þakka forsetanum einnig innilega.

Helga Kristjánsdóttir, 18.4.2016 kl. 16:39

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Nei þessu er þveröfugt farið. Nú þarf að bíta í skjaldarendur og finna góðan frambjóðanda og styðja hann mikið fram að forsetakostningum svo við getum losnað við kallinn frá Bessastöðum til heilla fyrir þjóðina.

Sigurður M Grétarsson, 18.4.2016 kl. 16:44

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Á hverju ertu eiginlega Sigurður??????

Jóhann Elíasson, 18.4.2016 kl. 16:47

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Loksins bauð einhver sig fram sem hefur möguleika á að veita Sturlu Jónssyni verðuga samkeppni um embættið.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.4.2016 kl. 17:06

5 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Loksins sér maður færi á að nota atkvaði sitt. Var farinn að halda að ég myndi sleppa að kjósa í fyrsta sliptið á ævini.

En, Takk Herra Forseti !

Birgir Örn Guðjónsson, 18.4.2016 kl. 17:57

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jóhannes Elíasson. Rökfestu þinni er við brugðið. En ég er ekki á neinu. Ég vil hag þjóðar minnar sem bestan og því vil ég losna við hann Ólaf af Bessastöðum.

Sigurður M Grétarsson, 18.4.2016 kl. 18:11

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Góður, Guðmundur! :)

Wilhelm Emilsson, 18.4.2016 kl. 19:02

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég leyfi mér að vitna í athugasemd mína á bloggi síðuhafa, miðvikudaginn 5. nóvember 2014: "ÓRG er eins og Guli skugginn. Hann snýr alltaf aftur."

Wilhelm Emilsson, 18.4.2016 kl. 19:06

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigurður, ég heiti ekki Jóhannes, vinsamlegast farðu rétt með, en maður getur svo sem búist við öllum fjáranum af þér..

Jóhann Elíasson, 18.4.2016 kl. 19:58

10 Smámynd: Jón Ragnarsson

Verði ykkur að góðu að kjósa gamla refinn, útrásarklappstýruna sjálfa. Gleypið lýðskrumið hrátt. 

Jón Ragnarsson, 18.4.2016 kl. 23:30

11 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek undir mál þitt Páll Vilhjálmsson og líka hans Birgis Arnars sem og hennar Helgu sem ég er alltaf smá skotin í, án heimildar.  

Ég vorkenni hinsvegar þeim sem hata Ólaf Ragnar Grímsson fyrir það að standa með okkur Íslendingum gegn fíflaskap og nauðungum okkur til handa, meðal annars frá hendi hins svo nefnda RUF sem ævinlega snapar blaðurskjóður til stuðnings óþjóðhollustu sinni í grennd við hinn heillum horfna æðstaskóla.

Hrólfur Þ Hraundal, 19.4.2016 kl. 05:46

12 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þorsteinn Pálsson segir allt sem segja þarf um þatta mál.

http://www.dv.is/frettir/2016/4/19/thorsteinn-um-olaf-ragnar-barnalegar-skyringar-sem-halda-ekki-vatni/

Það er ekki nokkur þörf fyrir þetta faramboð og það mun ekki gera neitt gott fyrir þjóðina. Hann gerir þetta bara af því honum langar að vera forseti áfram og Dorrit langar til að vera forsetafrú áfram.

Sigurður M Grétarsson, 19.4.2016 kl. 10:45

13 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þorsteinn Pállsson góðuræ. Rök Ólafs halda ekki vatni og hann trúir þeim örugglega ekki einu sinni sjálfur.

http://www.dv.is/frettir/2016/4/19/thorsteinn-um-olaf-ragnar-barnalegar-skyringar-sem-halda-ekki-vatni/

Sigurður M Grétarsson, 19.4.2016 kl. 10:46

14 Smámynd: Elle_

Sigurður í alvöru?  En stór hópur vill ekki losna við hann og ekki missa hann.  Vil svo taka undir með Birgi: "Loksins sér maður færi á að nota atkvaði sitt. Var farinn að halda að ég myndi sleppa að kjósa í fyrsta sliptið á ævini." Og Helgu. Og Hrólfi: "Ég vorkenni hinsvegar þeim sem hata Ólaf Ragnar Grímsson fyrir það að standa með okkur Íslendingum gegn fíflaskap og nauðungum okkur til handa - ".

Elle_, 19.4.2016 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband