Bernskan vill kjósa strax um ekkert, þeir eldri bíða umræðunnar

Yngri kjósendur vilja kjósa strax, segir könnun Gallup, þeir eldri bíða til loka kjörtímabilsins.

Ef við kysum innan tveggja mánaða yrði engin umræða. Flokkarnir myndu hrófla saman framboðum og lítt ígrunduð stefnumál yrðu blásin upp. Kosningarnar yrðu meira happadrætti en lýðræðislegt ferli. Í eðlilegum aðdraganda kosninga verða til málefni, sem eru vegin og metin, og fá óformlega afgreiðslu í umræðunni áður en kjósendur kveða upp úr.

Æðibunugangur æskunnar er í þessu tilviki nokkru síðri en yfirvegun þeirra eldri.

 


mbl.is Rúmur þriðjungur vill kosningar strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Miðað við fréttina, skilgreinir síðuhafi "æskuna" og "bernskuna" sem fólk undir fertugu. Þetta er nýstárleg skilgreining.

Wilhelm Emilsson, 18.4.2016 kl. 12:32

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fjórflokkurinn og raunar Sexfokkurinn, flokkar sem sitja uppi með hundraða milljóna króna sem oftekna meðgjöf til sín úr ríkissjóði -- m.a. frá okkur, lesandi góður! -- myndu hafa allt forskot í kosningum, ef fram færu innan tveggja mánaða, einkum fram yfir alla nýja flokka, sem eru svo til eignalausir og eru ekki með þétt net yfir félaga sína sem hægt er með skömmum fyrirvara að virkja með netbréfum. Jafnvel það að fá fjölda fólks á stuðningsmannalista um allt land getur orðið glænýjum framboðum ofviða.

Meintir lýðræðissinnar meðal vinstri flokkanna eru ekki eins saklausir eða opnir fyrir raunverulegu lýðræði og líta kann út fyrir!

Jón Valur Jensson, 18.4.2016 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband