Núverandi stjórnarskrá á ekki að breyta

Kosningaþátttaka í þingkosningum hér á landi er 80 prósent og þar yfir. Tilfallandi kosningar aðrar fá ekki sömu þátttöku. Af þessu tvennu má draga tvær ályktanir.

Í fyrsta lagi að alþingi er á hverjum tíma skipað þingmönnum sem afgerandi hluti þjóðarinnar tekur þátt í að kjósa. Í öðru lagi að þjóðin hafi litla nennu til að sinna sérvisku einsmálsfólks s.s. áhugamanna um nýja stjórnarskrá.

Ef það væri almennur pólitískur vilji til að breyta stjórnarskránni yrði sú umræða á dagskrá fyrir þingskosningar og skilaði sér í þingheimi sem þannig hugsaði. Tilfellið er að lítill hópur fólks á vinstri kanti stjórnmálanna vill nýja stjórnarskrá.

Meirihlutinn á ekki að sitja undir kúgunartilburðum minnihluta, jafnvel þótt hann sé hávær. Núverandi stjórnarskrá á ekki að breyta. Enda prýðisgagn.


mbl.is Þurfa 40% stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Prýðisgagn já.

Hinsvegar væri fínt að færa inn ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu kjósenda, svo ekki þurfi alltaf að fara bónleið til Bessastaða.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2016 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband