Helgi gefst upp á evru og ESB-aðild

Þingflokksformaður Samfylkingar, Helgi Hjörvar, býður sig fram til formennsku í flokknum undir þeim formerkjum að evra og ESB-aðild séu ekki lengur aðalmál Samfylkingar. Jafnframt boðar Helgi fráhvarf frá stefi Samfylkingar um ónýta Ísland. Gefum Helga orðið

Við höf­um verið að segja að allt sé ómögu­legt og verði ómögu­legt á meðan við höf­um ís­lensku krón­una. Það verði all­ir bara að bíða eft­ir evr­unni. En hún er ekk­ert að koma í ná­inni framtíð. Það var hægt að hafa þessa skoðun þegar við átt­um mögu­leika á hraðri inn­göngu í ESB, strax eft­ir hrun. Núna verður jafnaðarmanna­flokk­ur sem ætl­ar að hafa póli­tík fyr­ir ungt fólk, fólk með meðal­tekj­ur og lægri tekj­ur, að reyna að skapa bæri­leg vaxta­kjör og bæri­leg­an fjár­mála­markað.

ESB-uppgjöf Helga er gerð í von um endurreisn Samfylkingar sem fékk 12,9 prósent fylgi við síðustu kosningar og mælist undir tíu prósentum í könnunum.


mbl.is Helgi Hjörvar gefur kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband