Múslímskt umsátur um Evrópu

,,Evrópa stendur frammi fyrir sjálfsmorði," segir í samantekt Die Welt á umfjöllun evrópskra fjölmiðla um flóttamannavandann. Eftir samúðarbylgjuna sem fylgdi fyrsta fréttasnúningnum á flóttamönnum gætir vaxandi tortryggni í Evrópu.

Fréttir um fölsuð sýrlensk vegabréf þar sem fólk frá ríkjum þar sem ekki ríkir stríðsástand, t.d. Albaníu, reynir að fá hæli sem bátaflóttamenn gera ekki annað en að auka á tortryggnina.

Bylgja flóttamanna sem skellur á Evrópu er múslímsk. Í Vestur-Evrópu eru fyrir fjölmenn samfélög múslíma sem illa gengur að láta samlagast vestrænum siðum. Austur-Evrópuþjóðir streitast gegn því að samfélög múslíma skjóti þar rótum enda veit það ekki á friðsæld.

Evrópsk stjórnmál munu draga dám af umræðunni og verða harðari og öfgafyllri en um langa hríð.


mbl.is Mikill minnihluti frá Sýrlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Páll!

Munt þú samt halda áfram að kjósa framsóknarflokkinn;

þrátt fyrir 2 milljarða fjár-útlát

úr vasa ÍSLENSKS SANN-KRISTINS FÓLKS

 til erlendra múslima?

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/09/19/buast_vid_um_100_flottamonnum_a_arinu/

Jón Þórhallsson, 21.9.2015 kl. 13:24

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Evrópuherir hrundu umsátri Tyrkja um Vínarborg 1683. Í dag er spurning hvort einhver sé eftir til varnar í Evrópu eftir að Mama Merkel opnaði hliðin.

Ragnhildur Kolka, 21.9.2015 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband