Borgarstjórn er skemmda eplið í stjórnmálamenningunni

Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur lítur á pólitík sem tækifæri til að þröngva sértrúarsjónarmiðum upp á almenning. Meirihlutinn lítur ekki á sig sem þjónandi yfirvald heldur handhafa sannleikans.

Á tímum Jóns Gnarr var sértrúarhyggjan falin undir kímni en birtist okkur núna grímulaus.

Gyðingahatrið í tillögu um viðskiptabann á Ísrael var til umræðu í borgarkerfinu í eitt ár, segir Björk Vilhelmsdóttir.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill fá okkur til að trúa því að tillagan hafi verið vanhugsuð kveðjugjöf til Bjarkar.

Tillaga löðrandi í gyðingahatri var sem sagt að velkjast í borgarkerfinu í eitt ár án þess að nokkur lét svo lítið að benda á að hugarfarið að baki væri ekki beinlínis viðfelldið, svo vægt sé til orða tekið.

Skemmda eplið í stjórnmálamenningunni mun halda áfram að eyðileggja út frá sér.


mbl.is Hvorki vanhugsað né mannréttindamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki allur hinn örsmai vinstrivængur að ögra voldugri þjöðum og bandamönnum þeirra með allskyns tilgangslausum bagatellum?

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/09/21/vilja_ad_vorur_fra_hernumdu_svaedunum_verdi_merktar/

Jón Steinar Ragnarsson, 21.9.2015 kl. 23:30

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er fólkið sem talar svo fjálglega á tyllidögum um að halda okkur utan stríðsátaka en hefur samþykkt allan yfirgang nató í miðausturlöndum og leggur svo krók á sig til að fara í efnahagsstríð við auðugustu þjóðir heims og þar af leiðandi að ögna öryggi og efnahag hér heima.

Galskapurinn og tvískinnungurinn er himinhrópandi.

Hvað varð um allt yfirlýsta hlutleysið? 

Jón Steinar Ragnarsson, 21.9.2015 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband