Mennska, samfélag og sundurþykkja

Mennska er að kannast við manninn eins og hann er. Maðurinn er félagsvera sem þrífst í umgengni við sína líka. Mennskt samfélag er þegar fólk sömu tungu og menningar heldur til á sama blettinum.

Ef fólk annarrar tungu og menningar er hrúgað inn í mennskt samfélag vex sundurþykkja.

Eftir því sem sundurþykkjan vex eykst ómennskan.


mbl.is „Megum við vera mennsk í friði?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

 Þetta voru einmitt rök Apartheid-stjórnarinnar í Suður-Afríku.

Einar Karl, 12.9.2015 kl. 21:01

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Munurinn er sá, Einar Karl, að við erum frumbyggjar á Íslandi en tókum landið ekki af neinum. Aparteit var annað nafn á kúgun minnihluta á meirihluta. Íslendingar stunda ekki kúgun, nema, vel að merkja, að við myndum flytja inn fólk til að kúga.

Páll Vilhjálmsson, 12.9.2015 kl. 21:18

3 Smámynd: Einar Karl

Er þetta su sagnfræði sem þú býður nemendum þínum upp á - að samfélög dafni ekki nema þar sé talað eitt tungumál og að þau hafi bara "eina" menningu?

Þú gerir þér grein fyrir að þar sm ríki mætast eru oft og iðulega svæði þar sem ólík menning og tungmál skarast. Það eru fáar þjóðir sem búa við þann "lúxus" se við höfum, að vera fámenn og einsleit þjóð langt út í hafi fjarri öðrum þjóðum.

ÉG lít svo á að mennskan sé sterkust þar sem mannfólk skynjar hið sammannlega í ólíku fólki, og þar sem fjölbreyt menning dafnar og og þróast, vegna menningarstrauma sem mætast.

Menningin þróast framávið þar sem menningarheimar mætast.

Einar Karl, 12.9.2015 kl. 22:46

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það er mikill munur á hvort fólki frá öðrum menningarheimum er hrúgað inn í annað samfélag á stuttum tíma,eða eins og hefur verið hér á Íslandi einhverjir á hverju ári.  Jæja er það þá -luxus- Einar Karl að vera fjarri öðrum þjóðum landfræðilega,hvernig upplifir þú það? Nýir borgarar hafa aðlagast með eindæmum vel og hafa auðgað þessa eftirsóttu menningarstrauma. Innfæddir hafa verið afar duglegir að sækja menningu og flytja heim, leiklist, kvikmynda og matarmenningu, t.d.-- Þarf einhvern fjölda til að skynja þetta eftirsótta sammannlega í ólíku fólki? Hvernig ólíku þá? Útlits? Við íslendingar sjáum það bara ekki,eða hversvegna kemur okkur svona vel saman við Grænlendinga. 

Helga Kristjánsdóttir, 12.9.2015 kl. 23:28

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Í tilfelli Íslands og komu flóttamanna, að þá stendur ekkert til ,,að hrúga" einhverju hér inn.

Ísland verður auðvitað að taka flóttamenn eins og önnur ríki.

Það stóð til að taka núna um 50 og það er aðeins verið að tala um að taka meira en 50.

Og aukningin liggur alveg fyrir vegna aukningar álags.

Verða einhver nokkur hundruð á nokkrum árum og framkvæmt seint og illa uppá íslenska lagið.

Þetta eru nú öll ósköpin.  Öll voðalegheitin.

Það er alveg ótrúlegt, endurtek: Ótrúlegt, að menn skuli fara að koma með alla fordómarulluna í tilefni þessa.  Muslimar þetta og islam hitt o.s.frv.

Það er ekkert tilefni til þess.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.9.2015 kl. 00:10

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Fordómar eru beggja vegna umræðunnar. Í viðtali í RÚV í gær vildi einhver taka inn milljón flóttamenn með þeim rökum landrými væri nóg. Það eru skipulagðir tilburðir að krefja íslensk stjórnvöld um að taka við fleiri flóttamönnum en raunhæft er að við tökum á móti.

Við skipulagða tilburði að búa hér til ástand, sem hvorki er í þágu flóttamann né þjóðarinnar, er eðlilegt að gjalda varhug við.

Við eigum að taka á móti flóttamönnum sem við getum með góðu móti aðlagað að íslenskum aðstæðum. Sá fjöldi hleypur á tugum en ekki hundruðum.

Páll Vilhjálmsson, 13.9.2015 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband