Þýskaland í bandalag við Pútín vegna flóttamanna

Þungaviktarmaður í stjórnarflokki Merkel kanslara Þýskalands, Horst Seehofer, segir Pútín Rússlandsforseta lykilinn að lausn flóttamannavandans. Flestir flóttamenn koma frá Sýrlandi sem er að liðast í sundur vegna borgarastríðs.

Pútin er stuðningsmaður Assad Sýrlandsforseta sem vesturveldin vilja úr embætti. Þá reyna vesturveldin að einangra Rússa vegna deilunnar um forræðið yfir Úkraínu.

Útspil Seehofer sýnir örvæntingu þýskra stjórnmálamanna vegna holskeflu flóttamanna. Schengen-kerfið er ónýtt en það er einn horsteinn ESB-samstarfsins.Ytri landamæri ESB eru berskjölduð fyrir áhlaupi. Ef ekki tekst að stemma stigu við flóttamannastraumnum munu innviðir bresta í Þýskalandi. Slíkt ástand er Þjóðverjum óbærilegt og þýska stjórnin mun finna fyrir þeirri óánægju.

Pútín getur verið sáttur. Hann er á leiðinni úr kuldanum. Þegar á herðir á valda vesturlönd ekki hlutverki alheimslöggunnar.


mbl.is München komin að þolmörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Austur-Evrópulöndin í ESB virðast vera andsnúin stefnu ESB um flóttamannakvóta.  Höfuðríki slavanna, gerzka ríkið, virðist ekki taka við neinum flóttamönnum.  Samt fækkar Rússum talsvert þessi árin, svo að þeir ættu að hafa meira svigrúm en ýmsir aðrir.  Þessi innrás arabískra múslima í Vestur-Evrópu á eftir að draga svakalegan dilk á eftir sér.

Bjarni Jónsson, 13.9.2015 kl. 13:20

2 Smámynd: Snorri Hansson

Vegna samrunastefnunar hjá ESB hefur það smáatriði, að aðildar þjóðirnar  verji eigin hagsmuni og fari eigin leiðir verið afar illa liðið (kallað þjóðernis hroki) í mörg ár.

Fjárhagur þjóðanna og menning er  eins og fólk veit samt afar mismunandi.

Flóttamannastraumurinn veldur því að fólk neyðist til að hugsa um eigin hagsmuni ,

 fjárhag og menningu þannig að hin bannaða þjóðernistilfinning vaknar aftur.

Ég er alls ekki að tala um slæma útgáfu  heldur aðeins spurningarnar.

 Höfum við efni á þessu?  Hvað með alla þá sem eru atvinnulausir hjá okkur?  Þurfum við ekki einmitt að gera betur hjá okkur sjálfum?  Við erum skuldug uppfyrir haus!  Getur hún skipað okkur fyrir?

Þetta mun verða mjög erfitt fyrir sambandið og nóg er nú samt.

 

Að vera sjálfstæð þjóð kallar á að hafa stjórn á fjölda innflytjenda. Ég treysti sveitarfélögum  og öðrum yfirvöldum fyllilega.

Snorri Hansson, 13.9.2015 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband