Heimssýnarmaður yfirtekur Verkamannaflokkinn

Jeremy Corbyn, nýr leiðtogi breska Verkamannaflokksins, kaus gegn aðild Bretlands að Evrópusambandinu árið 1975.

Bretar munu kjósa árið 2017 um það hvort landið verði áfram innan Evrópusambandsins eða yfirgefi sambandið.

Í dag eru litlu-jólin hjá Heimssýn á Íslandi.


mbl.is Corbyn kjörinn leiðtogi Verkamannaflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bjarni

Eina vandamálið við von andstæðinga ESB í Englandi er það að úrganga úr ESB myndi gera ensk knattspyrnulið ósamkeppnishæf í t.d. knattspyrnu sökum þess að stór hluti erlendra leikmanna sem halda uppi efstu deildunum þar fengju ekki atvinnuleyfi :) 

Jón Bjarni, 12.9.2015 kl. 14:24

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jón Bjarni, hvaða leikmenn ertu eiginlega að tala um? Og ef þú sérð ENGIN ÖNNUR VANDAMÁL, sem hlytust af úrgöng Breta úr ESB, þannig að þetta kemur þá Bretum BARA til góða............

Jóhann Elíasson, 12.9.2015 kl. 18:23

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sumir sjá heiminn bara frá fótboltavellinum. En ok. skoðum hann aðeins út frá því þrönga sjónarmiði, eins og Jón Bjarni kýs. Eru allir fótboltaleikmenn innan efstu deilda landann sem skipa ESB, einungis af því svæði? Eru engir fótboltamenn í þessum liðum sem koma utan ESB, t.d. suður Ameríku?

Fótboltavellir eru mér frekar framandi staðir og því spyr ég þessara spurnniga.

Gunnar Heiðarsson, 12.9.2015 kl. 20:02

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Eins og Jóhann segir, þá kemur það breskum leikmönnum til góða.Það verða fleiri heimamenn þeirra góðir á heimsvísu,því tækifærin fá þeir þegar þeir útlendu hverfa.

Helga Kristjánsdóttir, 12.9.2015 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband