Björt framtíð leiðindanna og heimur Pírata

Björt framtíð var flokkurinn sem boðaði öðruvísi stjórnmál. Eins og nafn flokksins gefur til kynna átti að höfða til kósí fólksins sem nennti engum leiðindum. Björt framtíð stundaði ekki það sem hún predikaði heldur voru þingmenn flokksins með málþófi stjórnarandstöðunnar á alþingi.

Afleiðingin er fylgishrun Bjartar framtíðar. Þingmaður flokksins segist umboðslaus á alþingi enda stefnir hann á biðlaun atvinnulausra þingmanna eftir næstu kosningar.

Píratar boða einnig öðruvísi stjórnmál. Þingstörf Pírata ganga út á að taka ekki afstöðu til þingmála og mæta helst ekki á þingfundi. Þingmenn Pírata stæra sig af þekkingu á tölvuleikjum og finnst kjötheimar fremur leiðinlegir.

Píratar eru dálítið annars heims og munu ekki falla í sömu gryfju og Björt framtíð. Hrekklausa nördayfirbragð Pírata gerir þá hugþekka kjósendum. En það er langt til kosninga.


mbl.is Píratar enn stærstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sjá frábært blogg Vilhjálms Eyþórssonar: http://vey.blog.is/blog/vey/#entry-1817472

Jóhann Elíasson, 25.6.2015 kl. 15:45

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Þannig að þú vilt halda áfram ógeðis stjórnmálum Páll. Það er kannski þér líkt!!!

Jónas Ómar Snorrason, 25.6.2015 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband