Ísland - Grikkland: 14 - 2

Ísland með krónu komst vel og hratt frá hruni og kreppu. Grikkland með evru er dæmt í langvarandi örbirgð. Ef samanburðurinn er gerður á fótboltamáli þá er Grikkland jafn lélegt á móti Íslandi og við vorum gegn Dönum í ágúst 1967.

Grikkir eru jaðarþjóð í Evrópu líkt og við. Jafnframt eru þeir með langa sögu lausataka í efnahagsmálum, sem ekki er okkur framandi.

Grikkir gengu inn í Evrópusambandið á sömu forsendum og ESB-sinnar hér á landi boða: til að græða.

Þjóðir sem láta tækifærismennskuna glepja sér sýn í veigameiri málum fara fram af hengifluginu. Grikkir standa eingöngu frammi fyrir vondum kostum.

Ísland er á hinn bóginn í þokkalegum málum. Enda höfnuðum við leiðsögn Samfylkingar og ESB-sinna.


mbl.is Betur borgið utan evrusvæðisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fjármálráðherra Grikklands Varoufakis harmar þann dag þegar grikkir gerðust aðilar að Evrópusambandinu,sýni samúð með svörtu stöfunum. 

Helga Kristjánsdóttir, 17.5.2015 kl. 18:09

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Páll Krónan okkar er okkar bjargvættur og hvernig Íslendingar eru að koma út úr þessu er vel.

Þó það séu mörg vandamálin sem við Íslendingar eigum eftir að laga eins og húsnæðismál og launamál þá ætti það að verða auðveldara fyrir okkur að laga með blessuðu krónuna.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.5.2015 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband