Eygló stendur ein - með Stefáni og Samfylkingu

Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra reynir að spila sóló í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Helsti ráðgjafi hennar er Stefán Ólafsson prófessor, sem tilheyrir vinstriarmi Samfylkingar.

Miðhægristjórn hlýtur alltaf að leggja áherslu á séreignastefnu í húsnæðismálum. Annað væri svik við kjósendur þessara flokka.

Við sérstakar kringumstæður, t.d. vegna kjarasamninga, er hugsanlegt að miðhægristjórn myndi fallast á að gera skurk í húsnæðismálum á forsendum verkalýðshreyfingarinnar.

Ef til þess kemur að Eygló félagsmálaráherra spili út húsnæðisfrumvarpi þá verður það að vera á forsendum ríkisstjórnarinnar. Eygló getur aldrei orðið gerandi í íslenskum stjórnmálum, jafnvel þótt hún og eiginmaðurinn ali með sér drauma um brú milli Framsóknarflokks og Samfylkingar.


mbl.is Verður að lúta sömu reglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Eygló má ekki treysta um of á Stefán og samstarfsfólk sitt. Ef frumvarpið er ekki vinnsluhæft að mati sérfræðinga fjármálaráðuneytisins, er nauðsynlegt að gera bragarbót. 

Það nær ekki máli að fara að kynna frumvarp sem er í smíðum og ekki búið að fjármagna.

Eygló Harðardóttir er kappsfull og samviskusöm og vafalaust vill hún vinna verkið af alúð til enda.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.5.2015 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband