Er réttmætt að nota mannslíf í kjarabaráttu?

Geislafræðingar eru með 670 þús. kr. í mánaðarlaun og vilja meira. Þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar um að taka ekki mannslíf í gíslingu í kjarabaráttunni virðast geislafræðingar einmitt gera það.

Landlæknir vill lög á heilbrigðisstéttir sem fara í verkföll.

BHM hlýtur að fallast á að mannlíf skuli ekki nota í kjarabaráttu.

 


mbl.is Kom verulega á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

 Lámark að fara rétt með og ekki ljúga upp á fólk launum: Ef þú lest tiltekna frétt þá séð þú að þar stendur: "en heild­ar­laun­in að meðtal­inni yf­ir­vinnu og vakta­álagi voru 669.707 kr." Þ.e. að meðallaun með yfirvinnu sem þýðir aukavinna og kaffitímar eru 669 þúsund. En aukavaktir eru jú vinna sem er umfram vinnuskildu. Það geta allar stéttir náð 669 þúsundum ef þær vinna meira en 100& vinnu bara vinna kannski 200% þ.e. 80 stundir á viku!

Þetta er svo lúaleg skrif að manni verður bara nóg boðið. Geislafræðingur sem er að útskrifast er með rétt um 300 þúsund kr minnir mig! Í þessari frétt er verið að tala um meðaltal og þá er náttúrulega inn í því bæði starfsaldur og fleira.  En það verður ekki mikil eftirspurn eftir að verða geislafræðingur ef að þeir þurfa að sætta sig við lágmarkslaun fyrstu árin þannig að ófaglærðir séu oft með hærri laun en þeir. Alveg eins og með lífeindafræðingar. Við erum að tala um stéttir sem vinna á vöktum allan sólarhringinn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.5.2015 kl. 21:11

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er það þá lúalegt Maggi sem Pétur Mattíasson sagði um alvarleika verkfallsins,í Sjónvarpi allra landsmanna. Það er til eitt ráð ef manni er nóg boðið; að þyggja ekki meir. Þannig hef ég ekki hlustað á fréttir Rúv í 3 daga,en opnaði st2 í kvöld.

Helga Kristjánsdóttir, 10.5.2015 kl. 03:26

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eða Birgir Jakobsson landlæknir?

Helga Kristjánsdóttir, 10.5.2015 kl. 03:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband