Vinstriflokkarnir hoppa á vagn ríkisstjórnarinnar

Verkföllin eru um það bil að leysast. Stjórnarandstaðan skynjar að ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks mun fá allan heiðurinn af því að leysa flólknar og erfiðar kjaradeilur.

Þess vegna leggur varaformaður Vinstri grænna til að stjórnarandstöðuflokkarnir hoppi á vagn ríkisstjórnarinnar. Þekktir samfylkingarmenn taka undir.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs fær hyllingu vinstriflokkanna á miðju kjörtímabili. Það segir nokkra sögu um stöðu stjórnmálanna.


mbl.is 8% hækkun og aukinn sveigjanleiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta tilboð SA er fjarri því að leysa kjaradeilurnar. Það eina sem hún gerir er að sýna hversu vitstola SA menn eru. Ekki einungis koma þeir fram með tillögu sem að mestu byggir á að launafólk greiði sjálft sína launahækkun, heldur ætla þeir ríkissjóð að bæta það sem uppá vantar. Ekki má ganga á hagnað fyrirtækjanna, hann á einungis að vera til skiptanna fyrir eigendur og stjórnendur. Þeir sem hagnaðinn búa til, fólkið á gólfinu, fá enga hlutdeild í honum.

Það kemur hins vegar ekki á óvart að VG og Samfylking vilji hlaupa á þennan vagn, enda aldrei verið kaupmáttaraukning þegar vinstri flokkar komast nálægt kjaramálum, hvort sem það er í gegnum landsstjórn eða verkalýðsfélög.

Hvorki Sigmundur  Davíð, né nokkur annar mun hins vega verða hylltir fyrir samning sem gengi út á þetta tilboð SA.

Gunnar Heiðarsson, 10.5.2015 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband