Verkföll í sósíalisma og fasisma - og hamingjan

Framkvćmdastjóri Samtaka atvinnulífsins bođar sósíalískar lausnir í atvinnulífinu ţar sem heildarsamtök atvinnurekenda og launţega ákveđa í sameiningu launin í landinu.

Ţegar frumlegasti hugsuđurinn á alţingi, Pétur Blöndal, dregur rökrétta ályktun af samfélagslegri ábyrgđ stéttafélaga fćr hann ásökun um fasisma.

Flestir vita um sögulegan skyldleika sósíalisma og fasisma. Hitler kallađi flokk sinn ţjóđernissósíalista; Mússólíni var sósíalisti á yngri árum og Stalín nefndi sósíaldemókrata sósíalfasista.

Orđ eins og sósíalismi og fasismi eru sögulega hlađin og eftir ţví vandmeđfarin. Hitt er óumdeilt ađ samfélag okkar er ţannig úr garđi gert ađ viđ erum háđ hvert öđru í meira mćli en löngum áđur. Útivinnandi foreldrar er háđ kennurum í leik- og grunnskólum, ađ ţeir taki viđ börnunum fimm daga vikunnar; sjúklingar eru háđir hjúkrunarfólki og bćndur dýralćknum. Svo dćmi séu tekin.

Ţegar samfélag er jafn samfléttađ og raun ber vitni er vafasamt, svo ekki sé dýpra í árinni tekiđ, ađ tilteknir hópar eigi skilyrđislausan verkfallsrétt til ađ beita gegn samborgurum sínum. Verkföll snúast iđulega um gíslatöku á almannahagsmunum og ţađ er misbeiting á verkfallsréttinum.

Á međan viđ pćlum í eđli verkfalla og hvort skuli takmarka verkfallsréttinn í nafni samfélagsábyrgđar skulum viđ hugga okkur međ ţví ađ viđ erum nćst hamingjusamasta ţjóđ í heimi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ţó ađ Stalín hafi kallađ sósíaldemókrata sósíafasista í áróđursskyni, ţá gerir ţađ sósíaldemókrata ekki ađ fasistum. Ég myndi fara varlega í ađ styđjast viđ Stalín sem heimild :)

Wilhelm Emilsson, 27.4.2015 kl. 02:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband