Illugi á framfæri Orku Energy

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra er á framfæri Orku Energy; þaðan fékk hann laun þegar hann var launalaus vegna hrunmála og Orka Energy bjargaði Illuga frá gjaldþroti með því að kaupa af honum íbúðina og leigja tilbaka.

Orka Energy stórgræðir á framfærslu menntamálaráðherra Íslands. Fyrirtækið sem starfar í útlöndum teflir fram ráðherra til að tryggja sér viðskiptasamninga. Illugi skipulagði ferð til Kína í þágu Orku og skreytti ferðina með nokkrum embættismönnum í undirstofnunum ráðuneytisins til að láta líta svo út að hér væri ekki ferð til að gjalda Orku Energy greiða.

Engin brýn ástæða var fyrir Kínaferð Illuga, önnur en hagsmunir Orku Energy. Ráðherra mátti sjálfur gerst vita um vanhæfi sitt gagnvart öllum málum sem snertu Orku Energy og átti að halda sér í mílu fjarlægð frá fyrirtækinu.

Hrunmálið sem gerði Illuga að próventukarli hjá Orku Energy var seta hans í Sjóð 9 hjá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í Glitni. Það er sorrí saga um mann sem átti að vita betur.

Illugi heldur ekki máli sem ráðherra. Hann getur ekki þjónað almannahagsmunum þegar hann er ekki sinn eigin maður heldur annarra.


mbl.is Illugi þurfti að selja íbúðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Jónsson

Góð greining hjá Páli Vilhjálmssyni. Athyglisvert að íslenskur ráðherra skuli leika hlutverk betlara gagnvart fyrirækjum landsins. Það er löngu kominn tími til að sett verði lög á Íslandi gegn spillingu og til varnar lýðræði líkt og  í Bandríkjunum, AntiþCorruption Act, sbr.: https://represent.us/wp-content/uploads/2015/04/AACA-Full-Provisions.pdf.

Ívar Jónsson, 27.4.2015 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband