Breytt ESB án Bretlands

Án Bretlands stendur Evrópusambandið einangrað á meginlandinu með Rússa í austri og múslíma í suðaustri og með verri tengsl en áður við Bandaríkin. Á evrópskan mælikvarða er Bretland stórveldi sem myndaði svæði frá Ermasundi og allt til norðurskautsins þar sem ríki utan ESB (Færeyjar, Ísland og Noregur) réðu ferðinni.

Í Brussel er lengi búið að ræða sem sjálfgefin hlut að Bretland yfirgefi Evrópusambandið. Bresk stjórnskipunarhefð leyfir ekki endalaust framsal fullveldis til meginlandsins. Söguleg nauðhyggja, um ESB sem verkfæri friðar, sem er Frökkum og enn frekar Þjóðverjum nánast í blóð borin er Bretum framandi.

Þegar Merkel kanslari Þýskalands segir upphátt að komið gæti til þess að Bretland yfirgefi Evrópusambandið er hún nánast að staðfesta orðinn hlut. Það á bara eftir að ganga frá útfærslunni á útgöngu Bretlands.


mbl.is Merkel ræðir mögulegt brotthvarf Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vissulega mun ESB skaðast þegar Bretar yfirgefa það, en kannski horfir Merkel meira á þá staðrend að völd Þýskalands munu stóraukast.

Kannski finnst Merkel betra að hafa meiri völd þó þau völd nái yfir minna svæði.

En grínlaust, ESB er svo skaðað í dag að vandséð er hvernig því verður bjargað. Auðveldasta lausnin og kannski sú eina sem gat dugað, afnám evrunnar, er liðin. Sú lausn dugir ekki lengur, auk þess sem ráðamenn evruríkja vilja ekki einu sinni skoða þá leið. Þeir hanga á evrunni eins og hundur á roði.

Þegar Bretar yfirgefa þetta sökkvandi skip, má með sanni segja að unda því verði tekið megnið af þeim flotholtum sem nú halda því á floti. Það mun þá endanlega sökkva til botns.

Gunnar Heiðarsson, 3.11.2014 kl. 12:21

2 Smámynd: sleggjuhvellur

Kallar þú fríverslunarsamning milli USA og ESB "verri tengls" frekar sérstakt.

slegg

sleggjuhvellur, 3.11.2014 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband