Þjóðin stöðug í afstöðunni til ESB-aðildar

Sambærilegar kannanir Capacent yfir lengri tíma sýna sömu niðurstöðu þjóðarinnar til ESB-aðildar; öruggur meirihluti er á móti því að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu.

Ríkisstjórnin verður að endurspegla þennan vilja þjóðarinnar og afturkalla ESB-umsóknina sem fór umboðslaus til Brussel fyrir fimm árum.

Ríkisstjórnin er ekki bundin af vilja þess alþingis sem samþykkti að senda umsókn til Brussel 16. júlí 2009 og getur sem best afturkallað umsóknina án atbeina þingsins.


mbl.is Óbreytt afstaða til ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Eina rétta í stöðunni að afturkalla umsóknina án aðkomu þingsins. Síðar má gera nýja þingsályktun þar sem áréttaður er vilji þingsins um að ganga ekki í ESB.

Eggert Sigurbergsson, 13.3.2014 kl. 12:09

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála orðum Eggerts hér sem og síðuhöfundi.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.3.2014 kl. 12:58

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

"Ríkisstjórnin verður að endurspegla þennan viljar þjóðarinnar þegar það kemur að afturkalla ESB-umsóknina . . ." skrifar Páll. En allir vita að mikill meirihluti þjóðarinnar vill fá að kjósa um hvort það eigi að halda áfram viðræðum. Burtséð frá því hvort þetta er skynsamlegt eða ekki skiptir þjóðarvilji bara máli þegar það hentar, Páll? 

Stuðmenn sömdu ágætislag um svona viðhorf, "Bara ef það hentar mér."

Wilhelm Emilsson, 13.3.2014 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband