ESB deilir og drottnar

Evrópusambandið gerir sérstakan samning um makrílveiðar við Norðmenn og Færeyinga og setur Íslendingum stólinn fyrir dyrnar. Stórveldi, allt frá dögum Rómverja, nota iðulega þá herfræði að deila og drottna.

Íslendingar gerðu mistök að ná ekki samstöðu með Færeyingum í afstöðunni gegn Evrópusambandinu, og Norðmönnum sem skýldu sér á bakvið stórveldið í þessari deilu.

Makríllinn er ekki lengur sama hagsmunamál og hann var enda kominn í lögsögu Grænlands. En þessi samningur ESB við Færeyinga og Norðmanna er okkur lexía.


mbl.is Makrílsamkomulag staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þetta er mjög alvarlegt mál að Ísland skuli vera utan við þetta samkomulag.

Þetta þýðir að það sem sjávarútvegsráðherra sagði þjóðinni fyrir sléttri viku er ekki rétt. Ráðherra hélt því fram að samningar milli ESB, Færeyja, Íslands og Noregs hefði ekki náðst vegna Norðmanna.

Sjávarútvegsráðherra og samningamenn Íslands skildu greinilega ekki það sem fram fór á þessum samningafundum...

Nú kemur það í ljós að hin ríkin gátu náð saman ef við Íslendingar eru ekki með.

Það vorum við Íslendingar sem ekki var hægt að semja við.

Allt gerir þessi ríkisstjórn rangt og vitlaust. Nú klúðrar hún samningum um makrílinn og nú er borðleggjandi að ESB, Norðmenn og Færeyjar munu setja löndunarbann á okkur og svínbeygja hrokafulla Íslendingana í þessu máli á næstu misserum og árum.

Endemis aular eru það sem sitja við stjórnvölin hjá okkur Íslendunum þessi misserin, fyrst ESB málið og nú þetta ... 

Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.3.2014 kl. 20:20

2 identicon

Er þetta ekki bara aðferð Evrópusambandsins að reyna að  svínbeygja okkur undir aðildarumsókn.

þeim kemur akkúrat ekkert  við hvað við veiðum innan okkar landhelgi svo lengi sem við höldum okkar striki og veiðum samkvæmt  niðurstöðum vísindamanna eins og við höfum gert svo árum skiptir.

Vill fólk virkilega láta einhverjar silkihúfur í Brussels stjórna sér? 

Sýnum þeim fingurinn, og það strax og troðum þessari aðildarumsókn upp í þið vitið hvað og sendum Timo Suma sendiherra ESB á Íslandihann sem hraðast til baka til síns heimalands. 

Þetta er ekkert annað en mafíuaðferðir sem þeir nota til að reyna að þvinga okkur til undirgefni.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.3.2014 kl. 20:42

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Rafn held að ESB sé ekkert að stressa sig á því hvort að 330 þúsund mannaþjóð sé aðili að ESB eða ekki! Og minni þig á að Færeyjar og Noregur eru aðilar að þessu SAMKOMULAGI!  Þeir vita að við veiðum Makrínl áfram og reikna örugglega með því í samningnum sinum. Þó við eigum fisk þá er hann ekki svo mikill að ESB færi að neyða okkur inn fyrir það. Því þó hann dugi okkur ágætlega þá er hann nú ekki meiri en svo að það eru hvað um 2 til 3000 manns sem veiða allan kvótan og svo sendum við hann óunnin til ESB því við megum ekki fullvinna hann því þá ber hann fulla tolla. Það er af því að við sömdum um það í EES samningum í staðinn fyrir að erlendir aðilar mega ekki fjárfesta í fyrirtækjum í sjávarútvegi nema að 49% því tryggja þurfti að útgerðaaðallinn réði þessu algjörlega. 

Þetta sýnir bara að við erum ekki að standa okkur í samningum. Og við höfum auðsjáanlega ekki fengið að vita um raunverulega stöðu og kröfur okkar. þ.e. að okkur hefur ekki verið sagt satt.  Því skv. öllum fréttum þá voru við búin að ná saman við ESB og Færeyjar en eitthvað er ekki rétt í þessu. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.3.2014 kl. 20:52

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Rafn svo sannarlega er það sem við ætlum að gera,skila svokallaðri umsókn til baka. Það er leitt til þess að vita ð Timo Summa er hér enn,svona rétt eins og hælisleitandi,eða hefur Esb opnað sendiráð á Islandi. Ef þeir eru ekkert að stressa sig Magnús,afhverju luku þeir ekki upp kaflanum um sjávarútvegsmál,? Þeir eru betur að sér en þið sem þræluðu umsókninni í gegn með Vg-neimeintum,jáum,árið 2009,en Esb,benti frúnni í brúnni á að breyta þyrfti Stjórnarskránni. Fjandi ertu orðin vitur Friðrik síðan í síðasta klúðrinu,er ykkur ekki hægara núna þegar þið haldið að snúið hafi verið á ríkisstjórn Íslands. Þetta er úthugsað hjá Sjávarútvegsráðherra. Það er ekki við því að búast að þið esb,menn fagni mikið með Sandgerðingum,sem veiða golþorska rétt fyrir utan hafnarminnið má segja og gætu farið með veiðina á hjólbörum á flugvöllinn,þar sem beðið er eftir honum beint á pönnu Evrópubúa. Esb,Hvað!!

Helga Kristjánsdóttir, 12.3.2014 kl. 21:46

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ætluðu þjóðrembingsprumparar ekki í ,,bandalag með færeyingum"??

Hahaha þvílíkur andskotans aula- og búraháttur hjá sérhagsmunaelítunni hérna og heimssýn! Þvílíkur andskotans aula- og búraháttur. Það sem maður skammast sín fyrir þessa vitleysinga.

Að öðru leiti hljóta menn að spyrja hvort framsóknarráðherrar hafi verið að segja þingi og þjóð ósatt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.3.2014 kl. 22:54

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er ekkert nýtt að Norðmenn séu harðdrægir í samningum og snjallir í að koma ár sinni fyrir borð. Um það hafa margir fyrrum ráðherrar og samningamenn okkar vitnað.

Því þurfti ferill þeirra og aðferð í þessum samningum ekki að koma á óvart og ekki heldur það að það væri betra að hafa þá með sér en á móti sér líkt og við gerum í þeim nauðsynlega lobbyisma í Brussel, sem verður að viðhafa varðandi alls konar tilskipanir, sem okkur berast í gegnum EES.

Ómar Ragnarsson, 12.3.2014 kl. 23:47

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta lítur illa út eins og er,meira getur maður ekki sagt. Norðmenn vita nákvæmlega hvernig á að fara í svona viðræður auk þess vita þeir hvernig ástandið er hér heima. En að sýna þeim sérstaka auðmýkt,er að´mínu viti alrangt,þeir hafa nú verið duglegir að slá eign sinni á hvern klett sem stendur upp úr í norður hafinu kringum Jan Mayen. --- Hvernig óma formælingar þínar Ómar Bjarki, ég ýmynda mér þær hrjúfar,dimmar,likt og blástur úr iðrum þínum,þótt viti að manns hljóð myndist í barkanum, B-ö-ö Ómar barki. Annars góða nótt allir.

Helga Kristjánsdóttir, 13.3.2014 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband