Siðferði þingmanna VG

Þrír þingmenn VG greiddu atkvæði gegn yfirlýstri sannfæringu sinni þegar ESB-umsóknin var samþykkt á alþingi 16. júlí 2009 með 33 atkvæðum gegn 28, en 2 sátu hjá. Ef þingmenn VG hefðu greitt atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni, eins og þeir vinna drengskaparheit að þeir skuli gera, þá hefði ESB-umsóknin aldrei verið samþykkt.

Álfheiður Ingadóttir sagði þetta í sinni atkvæðaskýringu er hún samþykkti tillögu Össurar:

Frú forseti. Stuðning minn við þessa tillögu um aðildarviðræður ber ekki að skilja sem stuðning við aðild Íslands að Evrópusambandinu. (Gripið fram í: Nú?) Ég er eindreginn andstæðingur þess að Ísland gangi í ESB og ég tel ólíklegt að aðildarviðræður muni skila samningi sem getur varið íslenska hagsmuni og auðlindir gagnvart alþjóðlegu auðvaldi og yfirþjóðlegri drottnun þess.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lét eftirfarandi ummæli falla í ræðustól þingsins þegar  hún samþykkt ESB-umsóknina

Frú forseti. Ég hef þá sannfæringu að Íslandi sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Ég hef þá sannfæringu að bandalagið sé á krossgötum eins og heimurinn allur og þurfi á endurmati að halda. Þar þurfi að efast um mælikvarða, grundvöll og forsendur þess samfélags sem við höfum byggt á Vesturlöndum undanfarinna áratuga. Ég hef þá sannfæringu að lýðræðið sé fyrir borð borið í Evrópusambandinu vegna þess að valdið er of langt frá fólkinu. Ég hef þá sannfæringu að markmið Evrópusambandsins sé að verða stórt og sterkt og hugsanlega sjálfstæður gerandi í stríði á forsendum valdbeitingar og yfirgangs eins og um hernaðarbandalag væri að ræða.  

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sagði frammi fyrir alþjóð þegar hún studdi tillögu Össurar um að sækja um aðild að ESB

Ég hef mótað mér mína afstöðu. Sem alþjóðasinni er ég krítísk á Evrópusambandið og ég tel hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.  

Ef þessir þingmenn VG, þar af tveir ráðherrar, hefðu greitt atkvæði samkvæmt yfirlýstri sannfæringu sinni, eins og þeim bar að gera að viðlögðum drengskap, þá hefði tillaga Össurar um að sækja um aðild að Evrópusambandinu fallið, 31 hefði sagt nei, 30 já og 2 setið hjá.

Síðustu daga og vikur hefur Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins mátt þola vammir og skammir vegna orða sem hann lét falla í kosningabaráttunni fyrir síðustu þingkosningar. Fjölmiðlar eins og RÚV og 365-miðlar láta eins og það hafi verið höfuðsynd að gefa til kynna að það kæmi til greina að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna ESB-umsóknar í framtíðinni.

Hvaða orð á þá að hafa um þessa þrjá þingmenn VG sem hleyptu ESB-umsókninni af stað fyrir fimm árum með því að greiða atkvæði gegn sannfæringu sinni á alþingi?

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta var það sem bent var á í frumvarpi um afturköllun og olli þvílíkri móðursýki í þingsal að annað eins hefur ekki sést. Ráðherrann var knúinn til að breyta orðalagi, sem hann gerði til að fá frið til málefnalegrar umræðu.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.3.2014 kl. 09:47

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

"We are only in it for the money"

Jónatan Karlsson, 9.3.2014 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband