DV hótar Birni Bjarnasyni

Reynir Traustason ritstjóri DV hótar Birni Bjarnasyni fyrrv. ráðherra málssókn vegna gagnrýni Björns á framgöngu DV í ,,lekamálinu." Björn birtir tölvupóstsamskipti sín við Reyni þar sem hótunin kemur fram.

DV heldur uppi umræðunni um ,,lekamálið". Teitur Atlason, pistlahöfundur og bloggari á DV, rekur flóttamannahjálp og var ekki ánægður með afgreiðslu sem skjólstæðingur sinn fékk; þannig byrjaði ,,lekamálið." Sölustjóri DV hefur farið mikinn í að safna stuðningi annarra fjölmiðla við herferð DV í þessu máli.

Hótun DV um málssókn vegna gagnrýni sem útgáfan fær á sig er kostuleg í ljósi þess að DV og blaðamenn eru góðkunningjar réttarkerfisins þangað sem þeim er stefnt vegna gagnrýni á menn og málefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er ekki Teitur Atlason í No Borders samtökunum?

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.2.2014 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband