Viðskiptaráð getur ekki keypt Ísland

Viðskiptaráð veður á skítugum skónum inn í ráðuneyti menntamála, og krefst þar skólagjalda á háskólanema, og inn í utanríkisráðuneytið og krefst þar aðildarviðræðna við Evrópusambandið.

Forsætisráðherra gerir rétt í að setja ofna í við Viðskiptaráð sem kann ekki takmörk sín. Viðskiptaráð býr hvorki að reynslu né þekkingu á menntamálum og ætti ekki að skipta sér af þeim málaflokki.

Niðurstöður lýðræðislegra kosninga fyrir nokkrum mánuðum voru að Ísland ætti ekkert erindi í Evrópusambandið. Viðskiptaráð gerði vel í að sýna almannavilja virðingu.

Síðast þegar Viðskiptaráð fékk að leika lausum hala í stjórnarráðinu, á valdatíð hrunstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, urðu afleiðingarnar skelfilegar fyrir land og þjóð. 


mbl.is Ísland er ekki til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta virðist hafa verið góð ádrepa sem Sigmundur veitti þessum skríl þarna.  Gaman að sjá Seðlabankastjóra sitja eins og hund undir lestrinum.  Sigmundi er sem sé ekki alls varnað. Hann er greinilega skipstjórinn í brúnni þótt margir veðji á stýrimanninn.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.2.2014 kl. 19:43

2 Smámynd: rhansen

Snild hja okkar velgefna forsætisráðherra ...mál til komið að taka i þetta lið sem hagar ser eins og skólakrakka óknyttalið  !...og Seðlabankastjóri ...Common !!!!!    er hann að fara i framboð  ...eða ????

rhansen, 12.2.2014 kl. 20:01

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

10.000 kallinn ætlaði að kaupa/selja löngu fullveðsett/uppselt Ísland, í umboði ESB-seðlabanka. Þrælasala er næsta stig ESB-siðmenningar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.2.2014 kl. 23:11

4 Smámynd: Þorkell Guðnason

Ég beini þessum orðum til Önnu Sigríðar og allra hinna:

Að mínu er ástæðulaust að veita seðlabankastjóra þá upphefð sem í uppnefninu felst.

Okkur má þykja vænt um fallega nýja 10.000 krónu seðilinn. Hann er vel lukkað og fallegt tákn um upprisu gjaldmiðilsins sem við munum búa við enn um sinn. Við þurfum að hlúa að krónunni okkar - ekki tala krónuna niður - Hlúum að henni!

Þorkell Guðnason, 13.2.2014 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband