Múgblaðamennska DV gegn Hönnu Birnu

DV gerði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra að skotmarki. DV er í nokkra mánuði búið atast í Hönnu Birnu og ætlar sér að knýja fram afsögn hennar. Markaðsstjóri DV og bloggari sömu útgáfu, Heiða B. Heiðars,  skrifar eftirfarandi

Ég bíð spennt eftir því að fá að vita hver tekur við ráðherrastól Hönnu Birnu. 
Og þó svo að það sé ljóst að Hanna Birna verði að víkja, þá er spurning hvort það verður á meðan lögregla rannsakar meint brot hennar eða hvort hún fer alveg.
Hvað haldið þið? 

Þessi sama Heiða hamaðist á samfélagsmiðlum fyrir nokkrum vikum að knýja um stuðning blaðamanna annarra fjölmiðla við herför DV gegn innanríkisráðherra vegna flóttamanna sem DV vill halda hlífiskildi yfir. Aðrir fjölmiðlar sáu ekki ástæðu til að aðhafast fyrr en ríkissaksóknarinn, sem frægur varð fyrir landsdómsmálið gegn Geir H. Haarde, ákvað að taka undir með DV og kalla eftir upplýsingum úr ráðuneyti.

Bakgrunnur málsins er að bloggari hjá DV, Teitur Atlason, rekur flóttamannahjálp. Einn skjólstæðingur hans var fékk ekki þá úrlausn sem Teitur var ánægður með og því fór Teitur í fjölmiðlahasar. Í þeim hasar komu fram upplýsingar um að skjólstæðingur Teits gæti verið upp á kant við réttvísina. Í samvinnu við DV voru þessar upplýsingar gerðar tortryggilegar og spuninn um ,,leka" úr ráðuneyti varð til.

Almenningur á vitanlega heimtingu á að vita hvort til standi að gefa einstaklingum, sem grunaðir eru um glæpi, hæli hér á landi. Ef einhver úr ráðuneyti innanríkismála gaf fjölmiðlum upplýsingar um vafasaman feril hælisleitanda þá er það þjónusta við almannahagsmuni. Við eigum nóg með okkar glæpahyski að við flytjum ekki inn lögbrjóta og veitum hæli.

Eftir að DV fékk ríkissaksóknara til að spila með urðu þeir vitanlega fleiri sem stukku á múgsefjun DV. Þar fara fremstir sérfræðingar Samfylkingar í skrílræði, til dæmis Karl Th. Birgisson. Aðgerðafréttamenn á RÚV láta ekki sitt eftir liggja og gefa múgblaðamennsku DV lögmæti með því að spyrja formann Sjálfstæðisflokksins hvort Hanna Birna eigi að segja af sér.

Múgblaðamennska DV gegn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur er áminning um að halda vöku okkar gegn skrílræði aðgerðarsinna.


mbl.is Lekamálið til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Páll - sem og aðrir gestir þínir - og oftar !

Páll !

Afsakaðu - en ertu ekki alveg með á nótunum ágæti drengur ?

Hanna Birna Kristjánsdóttir / gaf SJÁLF skotleyfi á sig - með eigin : flónzku / heimsku og fíflagangi síðuhafi góður hafir þú ekki eftir tekið.

Hvar - hefir þú annarrs dvalið undanfarin misseri og ár Páll minn ?

Lið Sigmundar Davíðs og Bjarna - eru nákvæmlega sömu ÚRHRÖKIN og Jóhönnu og Steingríms hrúgöldin / hafi fram hjá þér farið - Páll minn !!!

Með beztu kveðjum öngvu að síður - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.2.2014 kl. 13:38

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sæll Óskar Helgi, alltaf gott að fá dembu frá þér. Miðaðu samt á mig en ekki aðra þegar þú skrifar hér athugasemdir, einkum þegar þú skýtur af Stóru-Bertu.

Páll Vilhjálmsson, 8.2.2014 kl. 13:50

3 identicon

Sæll á ný - Páll !

Geri það Páll minn - en sem gamalgróinn Stokkseyringur / með Vestlenzkum og Húnvetnskum hughrifum gat ég ekki ekki með nokkru móti orða bundizt að þessu sinni síðuhafi góður.

Með ekki síðri kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.2.2014 kl. 13:54

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

DV og einstakir starfsmenn þess blaðs eru svo uppfullir af hatri, heift og sjálfsfyrirlitningu að þau eru orðin hættuleg samfélaginu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.2.2014 kl. 15:01

5 identicon

Sælir - sem oftar og fyrri !

Heimir - fornvinur góður !

Dagblaðið- Vísir punktur is er að mörgu leyti FYRIRMYNDARBLAÐ í að fletta ofan af alls lags neðanjarðar óþverra í samfélaginu - OG EIGA AÐ FÁ GÓÐ PRIK FYRIR Heimir minn.

Hins vegar - fordæmi ég harðlega ESB dekur Reynis / og sumra af hans fólki - afturámóti.

Svo - er rétt að minna þig á Heimir minn / sem aðra að Heimssýn og svokölluð Vinstrivakt (bæði á Mbl. vefnum) eru ólukkulegir hræsnarar að því leytinu til / að HVORUGUR gerir kröfu til þess að Ísland segi sig frá EFTA/NATÓ samsteypunni sem ekki eru geðslegri en ESB heldur ágæti drengur.

Nú - er Páls síðuhafa sem eins frammámanna Heimssýnar og annarrs góðs fólks / að sverja fyrir þau tengsl geti þau það með viðunandi móti Heimir minn.

Ekki síðri kveðjur - hinum áður vitaskuld /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.2.2014 kl. 15:29

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Mér finnst nauðsynlegt að rugla ekki saman flóttamönnum og hælisleitendum. Almennt eru íslendingar mjög jákvæðir að hjálpa flóttamönnum en öðru gegnir um hælisleitendur.  En burtséð frá embættisafglöpum Hönnu Birnu, sem nóg er um nota bene, þá þarf að upplýsa um Íslendinga sem hagnast á hælisleitendaiðnaðinum.  Það eru jú háar upphæðir sem fara í þennan málaflokk af almannafé svo eftir miklu er að slægjast.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.2.2014 kl. 15:30

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mig langar til að undirstrika sérstaklega lokaorðin í þessum skrifum: „Múgblaðamennska DV gegn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur er áminning um að halda vöku okkar gegn skrílræði aðgerðarsinna.“ sem mér þykja þörf þegar litið er til baka yfir aðgerðir og/eða aðgerðaleysi þeirra sem hafa viljað sæma sjálfa sig með nafnbótum af því tagi sem Páll nefnir.

Til að gefa enn frekari innsýn í það um hvaða málstað skrílslæti slíkra -sinna gætu snúist langar mig til að vekja athygli á bloggi Valdísar Steinarsdóttur

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.2.2014 kl. 02:43

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Óskar Helgi, því miður er miðillinn DV í verulegum skuldakröggum. Rekinn með tugmilljóna tapi ár hvert og freistast því til að níðast að ósekju á fólki til að einhver kaupi og auglýsi.

Þau líta svo á að á meðan einhver heldur uppi vörnum fyrir sorann sé þeim óhætt að halda áfram.

Haltu vöku þinni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.2.2014 kl. 02:44

9 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Enn hefur ekkert kolið fram sem bendlar Hönnu Birnu við þennan leka. Ef þetta var þá leki. Gæti rétt eins verið spuni úr smiðju eftirleguÖmmanna í ráðuneytinu, þótt það líkist Meira samfylkingarvinnubrögðum.

Ragnhildur Kolka, 9.2.2014 kl. 09:12

10 identicon

Komið þið sæl - sem fyrri og æfinlegast !

Heimir !

Um leið - og ég vil þakka þeim Jóhannesi Laxdal og Rakel fyrir þeirra gagnlegu innlegg / vil ég benda þér á Heimir minn að ég var / og er að hrósa þeim Dagblaðs mönnum fyrir vökula vaktina gagnvart ónýtum stjórnvöldum hér sem og þeim spillingar- og sukk pésum sem vaðið hafa hér uppi óáreittir um allt of langt skeið ágæti drengur.

Hnökra marga - má alveg finna á fjörum Dagblaðsins- Vísis Heimir / eins :: og okkur hefir verið kunnugt um langt skeið en ég mátti til að draga fram jákvæðar eigindir þeirra Reynis - öngvu að síður.

Með - ekki síðri kveðjum en öðrum áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.2.2014 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband