Kristni, þjóðmenning og sérhyggja

Trú á æðri máttarvöld er manninum eiginleg, sem sést best á því að elstu minjar um manninn sem vitundarveru eru með trúarívafi. Öll samfélög eru með ráðandi trúarbrögð og fjarska mörg skilgreina sig beinlínis á grunni trúar.

Íslendingar tóku kristni fyrir þúsund árum sem síðan er í senn þjóðartrú okkar og þjóðtrú. Kristni er lykill að sögu okkar og menningu. Án kristni erum við dæmd til menningarlegs ólæsis.

Á síðustu árum hafa orðið til sérhyggjuhópar, t.d. Siðmennt og Vantrú, sem í nafni trúfrelsis vilja úthýsa kristni úr þjóðmenningunni. Vinstrimenn, sumir hverjir, taka undir þessi öfgasjónarmið og leggja þar með grunn að menningarlegu ólæsi komandi kynslóða.

Ekki er undir nokkrum kringumstæðum hægt að leggja að jöfnu kristni við aðrar ,,lífsskoðanir." Kristni er sakir vegferðar með þjóðinni í þúsund ár annað og meira en lífsskoðun þeirra einstaklinga sem játa kristna trú.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra á skilið virðingu okkar og þakkir fyrir að spyrna fæti við ofríki sérhyggjuhópa sem grafa undan þjóðmenningunni.


mbl.is Ráðherrar virði mannréttindi allra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mér finndist að Hanna Birna ætti að byrja á því að sporna gegn kynvillusókninni.

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1308494/

Jón Þórhallsson, 18.11.2013 kl. 10:15

2 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Páll, þetta er nú voða þreytt eitthvað. Með því að eigna kristni allt í íslenskri menningu ertu um leið að segja að íslensk menning sé sú sama og menning Breta og Dana, Rússa og Ítala, sú sama og í Argentínu og Mósambík. Þessi kristnu lönd eru væntanlega með sama "lykil" og við?

Hið rétta er auðvitað að íslensk menning er ósköp lítið kristin. Allar helstu hátíðir eru að mestu heiðnar eða mammonskar, kristni er varla sýnileg í opinberu rými, lagasetning okkar er rómversk-germönsk og samfélagsgerð okkar afrakstur upplýsingaaldar.

Sem er líka eins gott. Kristni tókst ekki að koma á þokkalegu samfélagi í þau hálftannað þúsund ár sem hún var allrsáðandi í Evrópu. Kristilegur siðaboðskapur er í besta falli misvísandi, í versta falli vafasamur.

Hver og einn á að fá að stunda sína trú í friði, yfirstýring og valdaboð í trúmálum er eitthvað svo 15. aldar dæmi, varla í samræmi við frelsishugsjónir nútímans.

Brynjólfur Þorvarðsson, 18.11.2013 kl. 11:24

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála Brynjólfi hér.  Að þakka kristinni trú að hér er læsi og siðmenning er alveg úr út kú. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2013 kl. 11:31

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Íslendingar lærðu að lesa og skrifa með kristin, en það er ekki punkturinn. Heldur hitt að án kristni er ekki hægt að skilja íslenska menningu. Og það er sjálfsagt að leggja rækt við kristni á þeim forsendum. Það er svo allt annar handleggur hvort fólk vill trúa þessu eða hinu og getur það sem best verið einkamál hvers og eins. En það er algerlega ótækt að sérhyggjufólk ryðji kristni úr andlegu lífi þjóðarinnar. 

Páll Vilhjálmsson, 18.11.2013 kl. 14:15

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það er mjög gott að börnin fari í kirkju á aðventunni með skólunum, það er nefnilega óvíst að foreldrar nenni að fara með börnin sín. Trúboð í skólum er nauðsynlegt til að sporna við fækkun í Þjóðkirkjunni. Það má ekki vera einkamál hvers og eins hvort börnin manns fari í kirkju. Ætlum við að láta foreldra bera ábyrðg á því??

Börn sem fara í kirkju með skólanum og biðja pínu Faðir vor eru líklegri til að vera jákvæð út í Þjóðkirkjuna, líklegri til að fermast og segja sig síður úr Þjóðkirkjunni.

Fyrir utan að það er líklegra að þau komist til Himnaríkis þegar Jesús snýr aftur til að dæma lifendur og dauða.

Skeggi Skaftason, 18.11.2013 kl. 15:00

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég tek undir með Páli,kristni er lykill að sögu okkar og menningu. Það er ótækt að sérhyggjufólk ryðji kristni úr andlegu lífi þjóðarinnar.

Helga Kristjánsdóttir, 18.11.2013 kl. 23:08

7 identicon

Trúarbrögð eiga ekkert erindi í skólum landsins nema þá helst í guðfræðideild Háskóla Íslands. Ríkið og kirkjan eiga að vera aðskilin fyrirbæri.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 10:18

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það getur enginn skilið íslenska kristni,nema kunna einhver skil á vorum forna sið. Hér sannaðst hið fornkveðna "lengi lifir í gömlum glæðum".

Sigurður Þórðarson, 19.11.2013 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband