Frakkland, fremur en Þýskaland, breytir ESB

Þýskaland stjórnar Evrópusambandinu, er stundum sagt. Þýskaland er gjaldkeri Evrópusambandsins og getur í krafti fjármagns þvingað sínum vilja fram. En það eru takmörk fyrir þýsku valdi í ESB. Þjóðverjar gætu ekki upp á sitt einsdæmi knúið fram ákvörðun sem skipti sköpum fyrir Evrópusambandið.

Þýskaland ber einfaldlega of þungan sögulegan bagga til að þýskir stjórnmálamenn treystu sér til að taka ákvarðanir um líf og dauða Evrópusambandsins.

Frakkland er það þjóðríki Evrópusambandsins sem líklegast er til að taka djarfar ákvarðanir um framtíð Evrópusambandsins. Frakka höfnuðu stjórnarskrá ESB árið 2005 og þar með var hún dauður bókstafur. Þjóðverjar myndu aldrei þora að taka slíka ákvörðun.

Frakkland er frá byltingunni í lok 18. aldar og endurteknum byltingum 19. aldar vagga borgaralegs lýðræðis í Evrópu, - og heiminum öllum.

Ef Þýskaland er gjaldkerinn þá er Frakkland formaðurinn. Og ástandið í Frakklandi er þannig að forseti landsins er með 20 prósent stuðning og veruleg ólga kraumar víða í móralska stórveldi Evrópusambandsins. Fréttir frá Frakklandi, fremur en Þýskalandi, munu breyta Evrópusambandinu. Frakkar væru ekki sjálfir sér samkvæmir er þeir myndu vilja ,,meiri Evrópu" til að lagfæra úrelt Evrópusamband.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

1. janúar 2014 er dagurinn sem öllu á að breyta í ESB- Evrulöndum, bankamálin osfrv. En það er upphafið að endinum, þegar sannleikurinn sverfur að Frökkum. T.d. fóru franskir bankar illa vegna Grikklands- ábyrgða. Þegar það gefur sig loks, þá fellur franska kerfið.

Þjóðverjar munu ekki láta fallandi dómíno Suður- Evrópu ná sér, það er á hreinu. Nýju bankareglurnar gefa þeim fulla stjórn yfir þeim ríkum sem skera ekki grimmt niður hjá sér.

Ívar Pálsson, 17.11.2013 kl. 22:51

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Í þetta kraðak vilja Esb,sinnar troða þjóðinni,, hvað gengur þessum mönnum til,?

Helga Kristjánsdóttir, 18.11.2013 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband