ASÍ valdi ESB og tapaði Íslandi

Til skamms tíma var Alþýðusamband Íslands málssvari almannahagsmuna. Skrifstofuliðið á ASÍ, sem er á margföldum launum verkafólks, fórnaði almannahagsmunum fyrir sértrúarmálið sem er aðild að Evrópusambandinu.

ASÍ er ekki trúverðugur málssvari almannahagsmuna vegna þess áróðurinn fyrir stóra hagsmunamálið, ESB-aðild, byggir á upphrópuninni að allt sé ónýtt á Íslandi. 

Það má sjá að ASÍ rær undir áróðrinum með því að hvergi kemur fram í umsögn samtakanna um fjárlagafrumvarpið að æskilegt sé að lækka skuldir ríkissjóðs og gera opinberan rekstur sjálfbæran. En það er einmitt forsenda fyrir fullveldinu að ná tökum á ríkisfjármálum.

Það er holur hljómur í gagnrýni ASÍ enda samtökin búin að skilgreina sig sem jaðarsport - líkt og Samfylkingin. 


mbl.is Forgangsröðunin fær falleinkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gylfi Arnbjörnsson er furðulostinn furðufugl, sem ekki nokkur verkalýðshreyfing heimsins getur skilið.

Skerum niður laun hjá Gylfa Arnbjörnssyni, "baráttumanni"  fyrir bættum kaupmætti alþýðunnar á Íslandi.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.10.2013 kl. 17:56

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

nei páll - þeir eru bara framsýnir og það virðist skelfa suma

Rafn Guðmundsson, 3.10.2013 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband