Samstaða gegn haturspólitík vinstrimanna

Forsætisráðherra boðaði samstöðu í stefnuræðu sinni. Efnahagslegt jafnræði og félagslegt jafnrétti voru grunntónar stefnuræðunnar, sem var, eins og við á, sneisafull af bjartsýni.

Sigmundur Davíð viðurkenndi að verkefnin væru ærin en þau mætti vel leysa á farsælan veg með samstöðu. Markmiðin í flóknari viðfangsefnum eru skýr: krónunni þarf að búa þannig umgjörð að hún stuðli að aga í ríkisfjármálum.

Forsætisráðherra varaði við sundrungaröflunum í stefnuræðu sinni. Og ekki er vanþörf á því. Einn mest lesni bloggari vinstrimanna, fyrrverandi þingmaður og trúnaðarmaður VG í Seðlabankanum, Björn Valur Gíslason, líkti stefnuræðunni við nasisma.

Huggulegt, eða hitt þó heldur.


mbl.is Ísland getur orðið „fyrirmyndarland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Er ekki rétt að menn slái saman í hvítan viðhafnarjakka handa þingmanninum og aðmírálnum fyrverandi? ... og kannski kaskeiti í stíl?

Guðmundur Kjartansson, 3.10.2013 kl. 11:30

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hann Björn valur sýnir aldeilis í hugarheim sinn þar sem máltækið “Það sem tungunni er tamast,er hjartanu kærast” upplýsir pólitískar ástríður hans rækilega.

Helga Kristjánsdóttir, 3.10.2013 kl. 12:29

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

bara að lesa þetta frá bvg og er bara sammála honum

Rafn Guðmundsson, 3.10.2013 kl. 12:29

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Afsakið, hann Björn Valur!

Helga Kristjánsdóttir, 3.10.2013 kl. 13:06

5 Smámynd: rhansen

Björn Valur talar upphátt  ..en það er ekki berti músin sem læðist ..en sú sem stekkur !!

rhansen, 3.10.2013 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband