Íslendingasögur endurreistar í sagnfræði

Á seinni hluta síðustu aldar komust Íslendingasögur í ónáð hjá sagnfræðingum. Að hluta til var um að ræða viðbragði við trú fyrri tíma að sögurnar væru sannar í bókstaflegum skilningi. Í stað þess að fara hófstilltan meðalveg og nýta sögurnar sem heimildir á gagnrýnan hátt var þeim í heild sinni fleygt út i hafsauga bókmenntanna.

Aðrar heimildir frá þjóðveldisöld, t.d. Sturlunga, sem er samtímasaga, liðu fyrir fordæminguna á Íslendingasögum. En nú er að verða breyting á því. 

Rannsókn fræðimanna í Coventry-háskóla eru staðfesting á því að Íslendingasögurnar eru aftur gjaldgengar sem heimild í öðrum fræðum en bókmenntum. Dr. Jónas Kristjánsson sýndi fram á með Söguþjóðinni hvernig hægt er að nýta sögurnar sem heimildir án þess að ganga fyrir björg í fræðunum.

Til viðbótar við aukinn fræðilegan áhuga á sögunum eru þær uppspretta í fjölmiðlaefni fyrir almenning, líkt og Vesturport sýndi fram á með þáttum í RÚV á liðnum vetri.


mbl.is Víkingarnir voru félagslyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband