Stóra skómálið og frétta-algleymið

Það er sagt um framsóknarmenn að þeir taki sveig framhjá skóbúðum því að þeim hryllir við allri fyndninni sem beinist að fótum og skóm forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins.

Raffréttir og samfélagsmiðlun gjörbreytir opinberri umræðu og það sannar stóra skómál forsætisráðherra.

Brennipunktur umræðunnar er sterkur og býr til einhvers konar frétta-algleymi sem heimtar til sína alla athyglina - en bara í skamma stund. Núna er stóra skómálið um það bil búið og við bíðum eftir næsta frétta-algleymi.


mbl.is Vildi ekki vera bara í Nike-skóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð

Er þetta ekki kallað smjörklípa í daglegu tali? Reyna að fá okkur til að horfa á skóna hans á meðan miklu stærri mál eins og hvernig eigi að bregðast við ef Landsbankinn nær ekki að semja við gamla Landsbankann. 

Hefur Sigmundur verið spurður hvort það sé til plan B ef sú staða kæmi upp?

Davíð, 6.9.2013 kl. 17:25

2 Smámynd: K.H.S.

Stóra Samspillingarmálið um stjórnarslitin og stjórnarmindun með eitt  markmið no uno að skipa rétt fólk í slitastjórnir.

K.H.S., 6.9.2013 kl. 18:23

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Enginn hrekkur við yfir klæðnaði borgarstjóra lýðveldisins,eða hvort hann er yfirlritt klæddur,þegar hann kemst á ról. En þetta er bara fyndið,Svíar hafa likan humor og við, það er svo heilsusamlegt að hlægja,hugsið ykkur yndislegan hlátur barna,þegar einhver er í ,,krumma,,. svolítið keimlíkt,!!

Helga Kristjánsdóttir, 7.9.2013 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband