Hagvöxtur er mæling, ekki markmið

Hagkerfi fyrirmyndarríkis veitir öllum vinnu og nýtir auðlindir á sjálfbæran hátt. Eðlileg fólksfjölgun er nærri tvö prósent á ári og náttúrulegur hagvöxtur ætti að liggja við sama hlutfall.

Hagvöxtur er ekki markmið í sjálfu sér heldur afleiðing af skynsamlegri nýtingu mannafla og auðlinda.

Örari hagvöxtur en sá náttúrulegi veldur sóun á verðmætum og stuðlar að ójafnvægi og ójöfnuði. Peningaleg verðmæti aukast með örum hagvexti en við fáum verra samfélag.

Svona skömmu eftir útrás og hrun ættum við að muna að meðalhófið er farsælla en brussugangur.


mbl.is Lykilatriði að örva fjárfestingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Eysteinsson

Ég er nú oft sammála þér en ekki núna. Í fyrsta lagi þá er ekkert óeðlilegt við að sett séu hagvaxtarmarkmið. Þau þurfa bara að vera raunhæf og krefjandi. I öðru lagi batna lífskjör ekki ef hagvöxturinn er bara jafn fólksfjölgun. Eða viljum við ekki nálgast þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við hvað efnahagslega velsæld varðar?

Friðrik Eysteinsson, 7.9.2013 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband