Skrifstofufólk ASÍ vill Ísland inn í ESB

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ krefst þess að ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu í því skyni að blása lífi í ESB-umsókn Samfylkingar. ASÍ hefur aldrei borið það undir félagsmenn sína hvort þeir vilji Ísland inn í Evrópusambandið.

Umboðslaust skrifstofufólk ASÍ telur sig ekki þurf að lúta lýðræðislegri niðurstöðu: eini stjórnmálaflokkurinn sem vill Ísland inn í ESB, Samfylkingin, fékk 12,9 prósent atkvæðanna í nýafstöðnum þingkosningum.

 Krafa ASí sýnir fádæma ósvífni umboðslausa skrifstofufólksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég er með bréf frá flest öllum formönnum aðildarfélaga ASÍ sem svöruðu spurning inni hvort félagar þeirra vildi inn í ESB það var samhljóða svar að svo væri ekki. Ef mér skildist rétt þá fékk Arinbjörn ákúrur vegna yfirlýsingu að ASÍ myndi styrkja jóhönnu á sínum tíma svo það er rétt hjá þér að skrifstofuliðið hjá ASÍ eru ESB sinnar. Ég á þessi bréf ennþá ef Arinbjörn vill sjá þau.

Valdimar Samúelsson, 10.6.2013 kl. 16:16

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Er þetta ekki gott dæmi um að misnota aðstöðu sína?

Kolbrún Hilmars, 10.6.2013 kl. 17:16

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já hugsaðu þér og ég benti öllum á þetta á sínum tíma með bréfi á alla þingmenn og þessháttar. Mig minnir líka með blaðagrein í mogganum. Þessir karlar svífast einskis til að fá sínu persónulegum hugmyndum á framfæri.

Valdimar Samúelsson, 10.6.2013 kl. 17:40

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ósvífni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.6.2013 kl. 18:57

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Valdimar - hvernig væri að birta þessi bréf. Krafa ASÍ er ósvífni og lýsir því hvernig ASÍ er algjörlega úr tengslum við fólkið í landinu og að Gylfi er enn að þjóna Samfylkingunni.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.6.2013 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband