Forsenda þjóðaratkvæðis er ESB-meirihluti á þingi

Án meirihluta á alþingi fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu er tilgangslaust að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort stefna skuli að aðild. Meirihluti alþingis myndar ríkisstjórn sem leiðir samningaferlið við Evrópusambandið.

Það er algerlega óhugsandi að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um að semja við Evrópusambandið um aðild þegar meirihlutinn á sitjandi alþingi er kosinn út á þá stefnu að Íslandi sé betur borgið utan sambandsins. 

Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG eru kosnir á grunni stefnuskrár sem kveður á um að Ísland skuli standa utan Evrópusambandsins. Eini flokkurinn sem vill Ísland í ESB, Samfylkingin, fékk 12,9 prósent atkvæðanna í nýafstöðnum þingkosningum.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs, Laugavatnsstjórnin, stöðvaði viðræður Íslands við ESB. Þar við situr. Þjóðaratkvæði um að endurvekja umsóknina er framtíðarmúsík og ekki raunhæf á nýhöfnu kjörtímabili.


mbl.is „Enda var hann kosinn út á hana“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

Mikið gott að heyra þessi orð Gunnars Braga i dag ...

rhansen, 11.6.2013 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband