Valdabarátta Árna Páls og Jóhönnu

Jóhanna Sigurðardóttir krefst þess að fá stjórnarskrá að skilnaðargjöf þegar hún hverfur úr brúnni. Nýr formaður Samfylkingar vill rjúfa einangrun flokksins og mynda stjórnmálasamband við aðra flokka til að eiga möguleika á ríkisstjórnarþátttöku eftir kosningar.

Um þess snýst deila þeirra Jóhönnu og Árna Páls sem RÚV segir frá.

Vitanlega á stjórnarandstaðan ekki að ljá máls á því að miðla málum í innanflokksdeilum Samfylkingar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hvar í þessari frétt er sagt frá deilu Árna og Jóhönnu:

Önnur umræða um frumvarp meirihluta stjórnskipunarnefndar að nýrri stjórnarskrá hélt áfram á Alþingi í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokks, lýsti því yfir í dag að Framsóknarmenn væru reiðubúnir að setjast yfir og semja um afgreiðslu ákveðinna kafla frumvarpsins en bíða með annað. Á þann möguleika hefur líka Skúli Helgason opnað og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að fara þurfi vandlega yfir álit Feneyjanefndar til að tryggja farsæla lausn málsins. Álfheiður Ingadóttir þingmaður vinstri grænna og varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis útilokar ekki að fresta endurskoðun á stjórnskipunarhluta frumvarpsins.

Svo Páll væri ágætt að þú rökstyddir það hvernig að ein kona eða maður geta ráðið þessu máli á Alþingi? En nú segir Jóhanna að skoða þurfi álit Feneyjarnefndar vel. Hvernig  getur þessi frétt verið um deilur milli Árna og Jóhönnu?

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.2.2013 kl. 19:38

2 Smámynd: Steinarr Kr.

Magnús, hefur þú heyrt talað um það að lesa á milli línanna?

Steinarr Kr. , 15.2.2013 kl. 21:40

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sæll Magnús Helgi. Jóhanna Sigurðardóttir hefur tafið alla framþróun í þessu landi í fjögur ár, með stuðningi stolinna atkvæða Steingríms.  Það er alveg sama hvernig þú bullar um nýja stjórnarskrá.  Við höfum stjórnarskrá.

Það eina sem vantar er að losna við Jóhönnu og hennar hjörð.  Þegar það gerist þá leggjum við aftur af stað, en þú getur alveg farið aðra leið. það bannar það engin.

Hrólfur Þ Hraundal, 15.2.2013 kl. 23:19

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jóhanna tilheyrir nú öldungadeild Samfylkingar og er sárt um hnoðið sitt. Það er ekki langt síðan að Árni Páll hafði efasemdir um réttmæti inngöngu okkar í Esb. Sennilega sá eini af stjórnarliðinu sem hefur upplýst um það. Stjórnarandstaðan veit að hún tapar fylgi,gangist hún upp í daðrinu hans Árna Páls.

Helga Kristjánsdóttir, 16.2.2013 kl. 03:18

5 Smámynd: Sólbjörg

Stjórnarandstöðunni er eins gott að gera sér ljóst að ef XD eða XF ætlar að svara daðrinu í Árna hið minnsta mun fylgishrun þeirra verða jafn stórt og Samfylkingarinnar.

Þjóðin er kvekkt á svikum og er því á varðbergi sem aldrei fyrr og mun bregðast hart við öllu undirferli eða tilburðum í þá átt.

Sólbjörg, 17.2.2013 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband