Klofningsframboð til vinstri

Lýðræðisvaktin er nýjasta útgáfan á vinstri væng stjórnmálanna, fyrir voru Hreyfingin/Dögun/Besti flokkurinn/Björt framtíð auk VG (sem raunar er alveg að hverfa) og Samfylkingin sem er öll að minnka.

Efnahagsmál, stjórnarskráin og baráttan gegn sérhagsmunaöflunum eru forgangsmál Lýðræðisvaktarinnar.

Vinstristjórn VG og Samfylkingar fær sem sagt falleinkunn hjá þessu framboði, enda Lýðræðisvaktin varla stofnuð nema til að gera betur en ríkisstjórn Jóhönnu Sig.


mbl.is Stjórnlagaráðsmenn stofna Lýðræðisvaktina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lýðræðisvaktin, þýðir það að Lýður fær að ráða?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 15:59

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þegar ungt fólk er dregið inn í mafíuflokkana, og ekki er hlustað á eitt eða neitt, sem þetta unga og ágæta fólk hefur fram að færa, þá verður að grípa til neyðar-úrræða.

Lýður Árnason hefur greinilega komist að sömu niðurstöðu og ég um Dögun.

Undirferlið í þeim stjórnmálaflokki er af sömu sort og gamla flokka-foringja-undirferlið. Lýður ber nafn með réttu (Lýðræðisvaktin). Gunnar Tómasson veit betur en nokkur annar, hvernig AGS kúgar þjóðir. Hinir í þessu framboði vilja opna og upplýsandi fjölmiðlun og umræðu um spillinguna sem viðgengst á Íslandi og í veröldinni allri.

Þarna er óeigingjarnt og foringja-grímulaust réttlætið í framboði.

Ég bið almættið algóða um að réttlætið verði valið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.2.2013 kl. 16:11

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Er þessi fjöldi nýrra framboða ekki bara óyndisúrræði fólks sem er búið að fá sig fullsadda af flokkapólitíkinni og leitar í uppgjöf yfir lækinn þar sem grasið virðist grænna.Það vantar að fólk hafi kost á að kjósa einstaklinga til þings í stað flokkanna.Ég ætla að sitja heima í kosningunum.

Jósef Smári Ásmundsson, 15.2.2013 kl. 16:35

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jósef. Stjórnlagaráðkosningarnar 20 október fela í sér persónukjör.

Ég kaus já við öllum spurningunum fyrir utan þá fyrstu. Fyrsta spurningin fól nefnilega í sér, að ekki var verið að kjósa um óbreyttar tillögur stjórnlagaráðs, og það er ekki hægt að taka ábyrgð á því að samþykkja eitthvað fyrirfram, sem ekki er endanlegt. Það er ekki boðlegt að breyta og svíkja eftir kosningar, eins og hefur viðgengist á Íslandi án skaðabóta-afleiðinga fyrir svikarana.

Lýðræði fylgir sú samfélagslega ábyrgð, að kjósa á upplýstan og raunverulegan hátt, um nákvæmlega það sem kjósa á um!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.2.2013 kl. 17:14

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Anna ég þarf nú að athuga þetta nánar.Það sem ég hef heyrt í þessu sambandi er að það er verið að gefa möguleika á þessu innan flokkanna og þá raunverulega ekki um einstaklingsframboð að ræða.Get ég lesið þetta á netinu,þá hvar?

Jósef Smári Ásmundsson, 15.2.2013 kl. 17:41

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég ætla reyndar að bæta því við að samkvæmt gömlu stjórnarskránni er það nokkuð skýrt að það er leyfilegt að bjóða sig fram einn og sér en stjórnmálaflokkarnir hafa svo komið með reglur sem gera það illmögulegt.

Jósef Smári Ásmundsson, 15.2.2013 kl. 17:59

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvaða óþjóðalýður er það sem fær að ráða og er minnihluti landsmanna?

Meirihluti landsmanna vill ekki þessa stjórnarskrá eins og hún er skrifuð og miklir vankantar eru á henni svo segja erlendir og innlendir fræðimenn um stjórnarskrárlög.

Hvað er svona erfit að skilja?

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 15.2.2013 kl. 19:32

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jósef. Ég hef skilið nýju tillögurnar í stjórnarskránni þannig, að persónukjör séu í boði. Ég styð 5 spurningar nýrrar stjórnarskrár frá kosningunni 20 október, fyrir neðan þá fyrstu. Ég sé hins vegar í gegnum margar aðrar tillögur nýrrar stjórnarsskrár.

Hinir svokölluðu fræðingar hafa breytt fjölmörgu (eins og ég reiknaði með), frá því að ég kaus um stjórnarskrártillögurnar þann 20. október.  

En ég tek vel eftir því sem þú bendir sannarlega og réttilega á, að einstaklingar geta nú þegar boðið sig fram sem einstaklingar án þess að vera í flokki.

Takk fyrir að benda mér og þjóðinni á þetta. Nú þarf ég að hugsa málið út frá því sem þú bendir á. Ég reyni að læra af heiðarlegum leiðbeiningum.

Það er margt í mörgu! Við verðum víst öll að þora að nota sjálfstæða vitið og skynjunina á örlagastundum. Góða sálarljósið er sannarlega stjórnstöð okkar allra breyskra og gallaðra.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.2.2013 kl. 21:41

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jósef. Ég get ekki bent á annað en það sem ég hef lesið í nýjum stjórnarskrártillögum, og borið það svo saman við ESB-umsóknar-MINNISBLAÐ frá kjörnum foringja-fulltrúum frá 2009, sem "leyfðu" að gera það að skilyrði í því MINNISBLAÐI, að til að Ísland gæti aðlagast ESB-regluverkinu stjórnlausa, þá yrði að breyta stjórnarskránni!

Það er mjög merkilegt að setja þessar staðreyndir allar í samhengi. Það þarf að setja sig mjög vel inn í öll þessi mál, til að sjá heildarmyndina. 

Því miður hafa fjölmiðlar ekki sinnt sínu upplýsingarstarfi á löglegan og óháðan hátt, fyrir utan Útvarp Sögu.

M.b.kv.  

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.2.2013 kl. 22:17

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þeir á Sögu hafa áhugaverða þætti, en eru þeir alltaf óháðir? Nei.

Ég held að allir ættu að fara að anda með nefinu.

Það eru erlendir og innlendir fræðimenn sem hafa bent á vankanta í Stjórnarskrárfrumvarpinu eins og það er skrifað.

Hvernig væri að fara efitr því sem Salvör Nordal fyrrverandi formaður stjórnlagaráðs hefur bent á, að fara yfir allar athugasemdir fræðimanna og laga það sem laga þarf.

En hún bendir á að það þarf meiri tíma í þetta heldur en er til þingkosninga í vor, ef það á að gera þetta rétt.

Stjórnarskrá er grundvöllur á öllum öðrum lögum landsins, þess vegna ætti að gera þetta rétt og gefa tíma í það.

Stjórnarskrá á ekki að vera pólitízkur fótbolti fyrir stjórnmálamenn.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 15.2.2013 kl. 22:34

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hugsa oft um hve gott samfélag væri á Íslandi, ef alla tíð hefði verið farið eftir gildandi stjórnarskrá Íslands!

Það væri ekki verra ef hún væri betrumbætt í 5 atriðum!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.2.2013 kl. 00:25

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jóhann. Það getur verið að Útvarp Saga sé ekki alveg óháð af pistlahöfundum. En ef maður horfir á þversummuna af öllum þeim ólíku einstaklingum sem þar tjá sig, þá er Útvarp Saga vettvangur allra ólíku skoðananna sem þar koma fram, og ekki nokkur leið að flokksdæma niðurstöðuna.

Stundum er kvartað yfir að ekki sé mögulegt að ná inn í símatímum á stöðinni, en þegar stór og alvarleg mál eru til umræðu, þá vantar hreinlega innhringendur?

Það er eins og fólk þori hreinlega ekki að taka þátt í mikilvægum umræðum? Fólk vill kannski fá annað bankarán, áður en það þorir að tjá sig á Útvarpi Sögu?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.2.2013 kl. 00:45

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Laukrétt hjá Jósef Smára Ásmundssyni hér:

"... samkvæmt gömlu stjórnarskránni er það nokkuð skýrt að það er leyfilegt að bjóða sig fram einn og sér en stjórnmálaflokkarnir hafa svo komið með reglur sem gera það illmögulegt."

En þau á Útvarpi Sögu, Anna Sigríður, segja einmitt, að þau séu EKKI hlutlaus.

Pistlahöfundum, einum þremur talsins, var svo kastað út síðsumars, þegar þeir voru allir farnir að gagnrýna stjórnlagaráðssamsetninginn og áróðurinn með honum. Þetta voru: 1) ég, 2) stuttu seinna Baldur Ágústsson, fv. forsetaframbjóðandi, og loks 3) Jón Magnússon hrl. og varaþingmaður.

Endalaust er hins vegar haldið þar upp á Eirík Stefánsson, með öllu hans glanna-orðbragði, og Höskuld Höskuldsson ESB- og Icesave-sinna.

Stjórnlagaráðið sveik þjóðina eftirminnilegast með sinni 111. grein með laufléttri, hræbillegri fullveldisframsals-heimild, en í ýmsu öðru líka.

Hér er svo pistill frá mér um þessa nýju frétt: Nýtt framboð fáránleikans - bræðslusamtök sjálfbirgingslegra frambjóðenda sem skeyta ekkert um öryggi lýðveldisins.

Jón Valur Jensson, 16.2.2013 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband