Davíð, Geir, Bjarni og skorturinn á sannfæringu

Eftir sterkan formann eins og Davíð Oddsson varð erfitt fyrir eftirmenn hans að valda formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Engin einhlít uppskrift er að farsælli formennsku í stjórnmálaflokki en þó er eitt sem formaður þarf að eiga að það er sannfæring.

Stjórnmálamaður með sannfæringu er tilbúinn að fórna völdum og metorðum ef svo ber undir. Stjórnmálamaður með sannfæringu á hægara um vik að taka ákvarðanir - enda veit hann að oft er verra að fresta ákvörðun en að taka ranga ákvörðun.

Hvorki Geir H. Haarde né Bjarni Benediktsson búa að sannfæringu. Skortur á sannfæringu var til þess að Samfylkingin yfirtók stjórnina á Sjálfstæðisflokknum á síðustu mánuðum ríkisstjórnar Geirs H. Haarde. Skortur á sannfæringu kom í veg fyrir að Bjarni Benediktsson efndi til uppgjörs við hrunverjana í flokknum eftir kosningaósigurinn 2009.

Sjálfstæðisflokkurinn bíður eftir formanni með sannfæringu.


mbl.is Glímir við „arfleifð hrunsins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Með alvöru sannfæringu og steyptur í mót Davíðs ?

Þekki bara einn slíkann: Hannes Hrunstein.

Kannski er hann tilkippilegur..

hilmar jónsson, 11.11.2012 kl. 17:09

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvernig átti Bjarni, innherjinn sjálfur, að efna til uppgjörs við hrunverjana í flokknum Páll?  Þú þarft að hugsa þetta aftur

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.11.2012 kl. 17:15

3 identicon

Páll:, Sammála þessu með Davíð. Það kemur bara einn slikur yfirburðamaður á 20-30 ára fresti. Þeir síðustu voru Ólafur Thors og Bjarni Ben eldri, en þeir komu þjóðinni upp úr áralöngu vinstra volæði hafta og forræðishyggju. Það er vissulega erfitt að feta í fótspor Davíð, en ég held ég sjái slíkan foringja í sjónmáli. Var í kaffi hjá honum í gær.!!!!

Aðalbjörn Þór Kjartansson (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 17:21

4 identicon

"Stjórnmálamaður með sannfæringu er tilbúinn að fórna völdum og metorðum ef svo ber undir." Þannig maður var Geir Hallgrímsson, sem ákvað að gefa ekki kost á sér til endurkjörs sem formaður Sjálfstæðisflokksins eftir að hann fékk 54,1% atkvæða í 7. sæti í prófkjöri 1982. Hann taldi það ekki vera flokki sínum til framdráttar að hanga á útskýringum og afsökunum eða reyna að smala á næsta landfund. Hann var mjög heiðarlegur maður og hafði reyndar lítið til þess unnið að fá svo slæma kosningu; týndist að nokkru leyti á milli annarra, sem háðu harða prófkjörsbaráttu.

Sigurður (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 17:39

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Davíð ,,yfirburðarmaður"? Yfirburðarmaður í rústalagningu lands þá eða?

Meintir yfirburðis hans og ofríki skiluðu sér í rústalagningu á landinu, sjálftöku og spillingu allskyns bófaklíka í stórum stíl og endaði í Sjallahruni og tekur fleiri fleiri ár og áratugi að hlúa að landinu og lækna það eftir skaðann.

Ekki furða að LÍÚ klíkann sendi framlengingar sínar í própagandaáróður til að fá annan slíkan ,,yfirburðarmann".

þar fyrir utan er Bjarni Ben greyið bara framlenging á áðurnefndum bófaflokkum og óþverragengjum enda Sjallaflokkur pólitískur armur þeirra sem kunnugt er.

Ástæða þess að hann fær aðeins 18% er að flokkurinn er enn ringlaður eftir Sjallahrunið og jafnframt að þegaryfirdabbinn barði alla í hausinn á sínum tíma - þá voru Sjallar allir skíthræddir við hann því þeir eru í eðli sínu hugleysingjar og mannleysur. Síðan þegar losnaði um eftir að yfirdabbinn var ráðinn á própagandarör LÍÚ - þá eru þeir enn soldið hræddir við hann og eru líkt og hauslausar hænur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2012 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband