Peningar, verðtrygging og spilling

Verðtrygging tók gildi á Íslandi vegna þess að verðbólga át upp vexti og höfuðstól. Óverðtryggðir peningar rýrnuðu og það stuðlaði að margvíslegri spillingu. Aðgangur að peningum var háður pólitískum samböndum enda greiddi fólk tilbaka aðeins hluta af þeim verðmæti peninganna.

Verðtrygging er ekki sjálfstæður hvati að verðbólgu. Á hinn bóginn birtist verðbólga sem sérstakt vaxtaálag ofan á peningafjárhæð og samningsvexti. Ef verðbólga er engin þá leggst ekkert vaxaálag ofan á höfuðstól.

Verðtrygging stuðlar ekki að spillingu, en við höfum reynslurök fyrir það að óverðtryggðir peningar valda spillingu.

Íslendingar þurfa að tileinka sér heilbrigðari viðhorf til peninga en hingað til. Það felur í sér að halda verðgildi peninganna stöðugu. Aðeins við þær aðstæður er óhætt að afnema verðtryggingu. Ekki fyrr.


mbl.is „Þjóðin þarf ekki Villa verðtryggingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við þurfum að koma verðbólgunni, lánakjörunum og vöxtunum, í svipað, og það er á norðurlöndunum.

Þegar Jóhanna og Steingrímur hækka álögur á áfengi, tóbak og bezín, að við það skuli höfuðstóll verðtryggðs láns hækka, og höfuðstóll verðtryggðar innistæðu í banka hækka, er náttúrlega fullkomlega galið, því það hafa engin verðmæti orðið til,og engin efnahagstjórn í nokkru landi gengur upp í svona Bulli.

Ógæfa norrænu velferðarstjórnarinnar var að taka ekki vísitöluna úr sambandi strax eftir Hrun,og eru einhver mestu efnahagsmistök sem gerð hafa verið í þessu landi, frá landnámi.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 10:13

2 identicon

Gaman væri ef Villi Verðtrygging, gæti bent landsmönnum á þau verðmæti, sem verða til er Jóhanna og Steingrímur, hækka álögur á áfengi, tóbak og benzín.

Halldór Björn (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 10:22

3 identicon

Átti ekki verðtryggingin að vera bráðabirgðafyrirkomulag? Og var hún ekki einnig á launum, en svo afnumin þeim megin, en ekki hjá fjármagnseigendum?
Var ekki verðtryggingin notuð sem áróðursbragð í útrásinni, - "Á Íslandi rýrnar ekki geymdur peningur" ?????

Núna er hún verkfæri fjármagnseigenda, og pínir mest allan pöpulinn.

Jón Logi (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 10:31

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er orðið frekar sjaldgæft að skrifað er af einhverju viti um verðtryggingu, en hún eins og öll önnur mannanna verk hefur sína góðu og slæmu hliðar. Þær slæmu koma fyrst og fremst þegar stjórnmálamönnum mistekist að hafa stjórn á efnahagsmálum þjóðarinnar. Það sem mestu skiptir eru raunvextir og helsta ástæða hárra raunvaxta starfar af fyrirkomulagi á rekstri lífeyrissjóðanna. Í skjóli fákeppni ákveða stjórnendur lífeyrissjóðanna vaxtastig í landinu. Stjórnir sem eru skipaðar af atvinnurekendum og verkalýðshreyfingunni.  

Sigurður Þorsteinsson, 11.11.2012 kl. 10:51

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það voru fleiri mikilvægir þættir sem spiluðu inní að verðtrygging almennt var tekin upp á langtímalánum. Td. það að það fékk nánast enginn lán! það var eitt mikilvæga atriðið. Hversu erfitt var að fá lán. Almenningi stóð ekkert til boða lán eins og nú tíðkast eða hefur tíðkast síðustu tugi ára. það voru aðallega útvaldir sem fengu lán. Rétt tengdir í Sjallaflokk og þess háttar. þeir högnuðust ágætlega á þessu á tímabilum. Almenningi bauðst ekkert lán til húsakaupa eins og nú tíðkast. þetta var eitthvað brot af heildarhúsnæðisverði sem það fékk með miklum eftirgangsmunum og vandræðum. Húsnæðislán voru líka oftast vísitölutryggð. Verðtrygging lána er ekkert ný tilkomin. Á sögu frá stuttu eftir seinna stríð.

Svo á 7. og 8. áratug upphefst geypilegt verðbólguskeið. Við erum að tala um tugi prósenta verðbólgu árlega á köflum. þetta þýddi að nánast enginn hafði peninga í venjulegum bönkum. þeir sem áttu peninga geymdu þá í verðtryggðum formum sem uppá var boðið annarsstaðar. það aftur á móti þýddi að bakarnir voru algerlega gagnslausir. þar stóðu menn í biðröum langt útá götu marga klukkutíma og daga til að kría út eitthvert pinkuponku lán sem var ekki neitt neitt og á afar hörðum afborgunarskilmálum. (Nema ef fólk var rétt tengt í Sjallaflokk)

Grundvöllur þess að bankar geti lánað út fé - er að bankar fái innlán. það gerðist ekki á þessum tímum.

það er búið að rugla fólk núna svo í ríminu með þetta að það hálfa væri nóg. Og þetta á eftir að hitta sjalla illa fyrir að hafa spilað svona uppí fólki að ekkert mál sé að redda þessu bara með einu pennastriki - og það eina sem komi í veg fyrir það sé vonska SJS!

En almennt séð og í stóra samhenginu er besta og varanlegasta lausnin á þessu aðild að EU og upptaka Evru.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2012 kl. 10:56

6 identicon

Jú, verðtrygging er einmitt sjálfstæður hvati að verðbólgu! Þó svo að fyrsta skrefið væri að breyta stytta þarma púkans á fjósbitanum, þá væri það stórt skref í rétta átt. Hvað vilt þú gera þegar heimilin eru alveg komin í þrot eins og ÍLS segist óttast á næstunni?

Lestu þessa stuttu kennslu í hagfræði, sem hrekur villa-kenningar elítunnar.

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/verdtrygging-eilifdarvelin-sem-brast

Almenningur (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 11:00

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, þessi sjallinn er þvi miður með afar einkennilega sýn á bankastarfsemi.

Hann gengur útfrá þeim grunni - að bankar geti búið til peninga úr engu! þeir barasta búi til peninga hægri vinstri og allt í gúddý.

þetta er kenning sem nánast enginn tekur alvarlega nema einhverjir tveir eða þrír samsærissmiðir. það er alveg typikal hve þessi kenning hefur náð mikilli útbreiðslu hérna síðustu misseri, aðallega hjá sjöllum og framsóknarmönnum.

það er nefnilega ekki síður athyglisvert, hve hægri innbyggjar hérna er veikir fyrir allskyns samsæriskenningum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2012 kl. 11:10

8 identicon

Verðtryggingin er til alls staðar.  Líka í Evrópu með breytilegum vöxtum sem endurútreiknast miðað við verðbólgu.  Evrópskir bankar eru lítið betri en þeir íslensku.  Þegar þeir tapa fé leggjast þeir á almenning hvort sem þeir fara á hliðina eða ekki eins og í Evrópu og USA.

Alveg hárrrétt sem Páll segir.  

Eina leiðin til stöðugleika er að taka sér tak og stýra á agaðan hátt eins og Svisslendingar.

Þar er og hefur verið lítið um krata komma bull.

jonasgeir (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 11:23

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Fólk getur séð hérna hvernig þetta var. Taka sérstaklega eftir biðröðinni við bankann útá götu. þetta er bara raunsætt:

http://www.youtube.com/watch?v=gfC2wI4rNb4

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2012 kl. 11:25

10 identicon

Já, þið hafnið því sem sagt að ef ríkið hækkar álögur á bensín t.d. - þá hækkar vöruverð -  og þá hækkar verðbólgan osfrv (að ekki sé nú minnst á lánin)...Þið getið eins sagt almenningi að jörðin sé flöt! Auk þess er Ólafur Margeirsson búinn að taka afdankaða hagfræðinga í HÍ svo í bakaríið í rökæðum að eftir verður munað. Enda-hvernig hefur þeirra hagfræði reynst? Það er hlegið að þeim út um allan heim!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 13:14

11 identicon

Ómar Kristjánsson! Ég er tæplega eini aðilinn hérna sem bíður spenntur eftir því að sjá þig fara yfir það með okkur hvernig nútíma bankakerfi starfa og hvernig peningar verða til.

Ég leyfi mér að giska á að samkvæmt samfylkingarhagfræðinni þá myndist peningar ávalt hjá gömlum konum sem hafa nurlað þeim saman í gegnum árin.

Hinn möguleikinn er auðvitað að peningar komi ofan af peningahimnum þar sem styrktaraðilar flokksins geyma sitt fé og þaðan fari þeir í útlán í bönkunum.

Komdu nú með þetta Ómar. Lýstu þessu fyrir okkur.

Seiken (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 13:48

12 identicon

Spurt er hvar verða peningar til?

Þeir hljóta m.a. að verða til í nýja útrásrverkefni utanríkisráðherra þar sem dustað er rykinu af viðskiptahugmynd REI hópsins um gróða af sölu sérþekkingar íslendinga um heitt vatn. Sérþekking sem byggir mest á að þátttakendur hafi einhver tíma  brennt sig á heitu vatni!

Eini munurinn á gömlu og nýju REI er að nú er  ríkið látið borgra í stað OR.

Grímur (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 14:01

13 identicon

Eitt er dagljóst. Almúginn MUN ráða í næstu kosningum. Hann mun EKKI velja verðránið og 1% eiginhagsmunaklíkuna  Þess vegna væri skynsamlegast fyrir alla aðila að leiðrétta grunn verðtryggingarinnar FYRIR kosningar - þó hún væri ekki afnumin með öllu. Slíkt hefði meirhluta á þessu þingi. Þeir sem tala fyrir öðru segja a la Hitler: Almenningur er heimskur og gleyminn!

Íslendingur (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 14:12

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er einfalt. Grunnur á bakvið útlán banka - er að lagt er peningur inní banka!

Ef enginn peningur er lagður inní banka - þá er ekki hægt að lána neitt út.

það var þetta sem gerðist fyrr á tímum. það vildi nánast enginn geyma pening í banka og allra síst til langs tíma. Fólk geymdi peningana í ýmsum verðtryggðum sjóðum og/eða vísitölubundnum ríkisbréfum.

Á þessum tíma, um 1980 og á áratugnum á undan, þá var þetta orðið langt eftir þróun í Evrópu fyrirkomulagið sem var hér.

Eg man alveg eftir þessum tímum. það voru allr sammála um að þetta væri ómögulegt og gengi ekkert. þá var verðtrygging færð almennt yfir á bankastarfsemi, þ.e. lán til lengri tíma.

En áður var verðtrygging vel þekkt eins og áður er sagt í ýmsum afbrigðum en bankar á þeim tíma lánuðu ekki beint til húsnæðis. það voru ríkisstofnanir, undanfari íbúðarlánasjóðs. það var eitthvað smotterí bara. Fyrst þurfti að safna óhemju. Síðan var fólk að slá víxil, sem kallað var, hjá bönkum til skamms tíma til að brúa bil og þetta var allt þvílíka vesinið og kostnaðurinn - að eg barasta stórefa að einn innbyggjari vilji snúa til veraldar sem var. Stórefa það. þ.e.a.s. ef hann sér hvernig þetta raunverulega var. En fólk er að ýminda sér það úna og mikil tíska er að telja nútímainnbyggjurum trú um að í gamla daga hafi allir fengið ótakmarkað lán fríkeypis á götuhornum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2012 kl. 14:16

15 identicon

...og eitt einn ÓB:JÖRÐIN ER FLÖT!

Gamlinginn (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 14:26

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það hvernigpeningar ,,verða til" er svo önnur umræða.

Í mjög stuttu máli þá verða þeir til með því að ríkið prentar þá. Magn þeirra og verðgildi, ef vel á að vera og sjallar komast ekki með pttana í þetta, endurspeglar síðan verðmæti þau er standa á bakvið á því svæði er þessi og þessi gjaldmiðillinn er notaður.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2012 kl. 14:33

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þessvegna er ekki hægt ,,að prenta bara peninga" eins og hámenntaður gutti kom með hérna eftir Sjallahrun. það átti bara ,,að preta peninga" sagði hann! Með þessi tíðindi fór hann í hvern fjölmiðl sem hann komst. Hámentaðr í dagfræði frá öllum skólum held eg bara.

Ef ríkið prentar fleiri peninga en endurspegla raunverðmæti er standa að baki þeim - það þýðir einfaldlega að það þarf að borga fleiri peninga fyrir alla þjónustu og vörur. þetta er mjög einfalt. þá kemur verðbólga. Verðgildi krónu rýrnar o.s.frv.

Td í sjallahruninu þá hafði lengi verið undirliggjandi verðbólga. Henni var haldið niðri með innstreymi lánfjár. Svo sprakk þetta allt í loft upp og þar spilaði líka inní að Sjallar höfðu prentað allt of mikla peninga útá loft. þeir einfaldlega keyptu loft af bönkunum og létu þá fá krónur í staðinn. þetta þurftu innbyggjar all að borga og gerðu með glöðu geði fyrir hann Dabba sinn. þá var ekkert farið til forsetagarmsins. Nei nei, um að gera að borga. það voru fleiri fleiri bretti í kjallaranum í Seðlabankanum af verðlausum skuldarbréfum sem Dabbinn keypti allt af bönkunum. Al verðlaust náttúrulega og svo sendi hann reikningin bara á almenning. Ver sp gúd. Og mægjet takk sögðu innbyggjar. Síðan þegar Dabbinn sagði: Hey, stelum af útlendingum! þá spruttu innbyggjar hedur betur upp og já já, um að gera að stela af úlendingum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2012 kl. 14:45

18 identicon

Ómar Bjarki!  Drífðu þig, þú þarft að svara athugasemd við umræðuna frá því í gær.

gunnar (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 14:48

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Einnig má nefna dæmi um peningaprentun og verðbólguskapandi til lengri tíma, það þegar LÍÚ greifum var gefinn fiskurinn í sjónum eða í raun þegar leyfð var veðsetning kvótans.

þá gátu þeir fengið peninga útá það. Útá ekki neitt. Útá óveiddan fisk.

það var sambærilegt og ef einhverjum 30 Sjöllum hefði verið gefið leyfi til að prenta peninga í kjallaranum hjá sér.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2012 kl. 14:51

20 identicon

Veruleikanum er hins vegar lýst svo af Ólafi Margeirssyni:

"Myndun peninga er sú nákvæmlega sama í dag og hún var í Babýlon fyrir meira en 3700 árum. Einstaklingur fer í banka og biður um lán. Treysti bankinn (og lántakinn sjálfur) honum fyrir því að geta borgað lánið til baka og treysti einstaklingurinn á að geta eytt láninu á þann hátt sem honum sýnist mun útlánið og innlán lántaka samhliða því verða búin til. Úr algjörlega engu!

Útlánið og innlánið sem lántakinn ætlar að nota til að gera hvað sem honum lystir við eru búin til á eftirfarandi hátt: bankinn bókar hjá sér að lántaki skuldi honum upphæð lánsins og bókar um leið að lántaki eigi hjá sér innistæðu sem er jafnhá upphæð lánsins.

Flóknara er ferlið ekki. "

Íslendingur (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 14:51

21 identicon

Ómar Bjarki 14:33

Ómar þú átt alveg eftir að svara því, hvaða verðmæti verði til þegar Jóhanna og Steingrímur, hækka álögur á áfengi, tóbak og bezín, því eitt er alveg víst að við þennan gjörning hækkar höfuðstóll verðtryggðs láns, og verðtryggður höfuðstóll í bankanum hækkar líka, svar óskast Ómar Bjarki,kanski væri best að Steingrímu aðstoði þig, þegar þið eruð búnir að kynna ykkur flækjustig verðtryggðra lána,

arev.is (ráðgjöf)

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 14:51

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já, eg þekki alveg þessa kenningu hans. Í grunninn má lýsa því sem að útlán séu búin til ,,úr algjörlega engu".

þetta er náttúrulega alveg kostulegt að drengurinn skuli halda þessu svona fram. Við erum að tala um hámenntaðan mann úr heimsins lærdómssetrum. Og bara að svo margir taki undir svona speki án þess að kanna mál sjálft að nokkru leiti. Bara af því að það hljómar svo vel. Voða gott að geta bara fengið peninga fríkeypis úr engu.

Prófið að skoða hversu útbreydd þessi kenning er. Auðvelt á netinu nú til dags. Eg skal spara ykkur erfiðið. þetta er algjör jaðar, jaðarkenning sem nánast bara enginn tekur alvarlega.

þessi speki er álíka og segja að Jörðin sé flöt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2012 kl. 15:00

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Vísitala er reiknuð úr mörgum þáttum. Hækkun á áfengi og tóbaki hefur verið frekar regluleg burtséð frá einhverjum álögum og vondsleika SJS og jóhönnu.

Hitt er annað, að það er alveg sérumræða. Hvernig vísitalan sem verðtrygging er byggð á eigi að vera reiknuð. Hvaða þættir eigi að vera viðmiðun o.s.frv. Hvernig samsetning endurspegli best verðrýrnun svokallaðrar krónu. það er bara allt önnur umræða og hreinn barnaskapur og skilningsleysi á eðli máls að tönglast á ,,tóbak, áfengi vonda jóhanna og illi SJS.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2012 kl. 15:10

24 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þegar verið er að reikna vísitöluna sem verðtrygging er byggð á - þá er bara verið að reikna út hver verðbólgan er beisiklí. Getið séð þetta hérna.

http://www.hagstofa.is/Pages/2249

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2012 kl. 15:36

25 identicon

Það ekki verið að spyrja um vísitöluna.

Það er verið að spyrja hvaða verðmæti hafi orðið til.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 15:49

26 identicon

Ok. skil Ómar.

... En samt ekki alveg.  Þannig að þegar LÍÚ fékk gefins fiskinn í sjónum, þá myndaðist peningur úr engu því varla lögðu þeir sporðana inn í bankann í gegnum gjaldkerastúku til þess að fá lán út á hann hjá þjónustufulltrúanum.

Getur verið að nútíma bankakerfi samfylkingarinnar virki þannig að þegar vondir (LÍÚ eða sjallar) taka lán, að þá myndast peningur úr engu, en þegar góðir (gamlar konur) leggja pening inn í bankann, þá er hann lánaður út í húsnæðislán í seðlum sem ríkið prentar?

Seiken (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 16:03

27 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Verðmæti kemur þessu ekkert við. Skulum einfalda þetta. Peningafræði 101 og verðbólgufræði 101.

1. Peningar í grunninn endurspegla verðmæti þau sem til eru á svæði því er notar gjaldmiðilinn. það er ,,gullfóturinn" á bakvið peninga. Vermætasköpun samfélags er notar þá.

2. það að prenta peninga umfram verðmætin sem liggja að baki það = að lækka verðgildi peninganna. það verða í raun ekki til neinir nýjir peningar heldur lækkar aðeins verðgildi hvers penings.

3. Til að ná óskajafnvægi milli peningamagns og verðmætum að baki, þá þarf trausta, raunsæja og styrka efnahagsstjórn.

4. Í samfélagi eða svæði þar sem sveiflur í verðmætum sem liggja að baki eru mjög miklar - þá getur verið afar erfitt að halda jafnvæginu.

Ofantalin 4 atriði þurfa menn að íhuga vel og hafa á hreinu áður en lengra er haldið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2012 kl. 16:10

28 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það eru fleiri en gamlar konur sem leggja peninga í banka. það eru menn og konur ungt sem gamalt og fyrirtæki stór og smá. þetta myndar grunn til útlánastarfsemi.

það sem virðist síðan rugla fólk aðeins er margfeldni útlána. það er hægt að lána margfallt út miðað við það sem lagt er inn. Nútímabankakerfi er byggt þannig upp. Sú staðreynd, margfeldi útlána, virðist fá fólk til að kaupa þetta ,,peningar úr engu" kenninguna. Að það þurfi bara enga peninga til að lána út. Fólk eins og getur ekki hugsað þetta í botn. Að um hringrás er að ræða. þ.e.a.s. að það sem lánað er út - það kemur að hluta til aftur inní bankann - og þá er hægt að lána það aftur út o.s.frv.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2012 kl. 17:10

29 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það felur í sér að halda verðgildi peninganna stöðugu. Aðeins við þær aðstæður er óhætt að afnema verðtryggingu. Ekki fyrr.

Ahemm...  Reyndar er það á hinn veginn.

Til þess að hægt sé að halda verðgildi nafnkrónunnar stöðugu þarf fyrst að útrýma samkeppni hennar um fjárfestingar við hinn gjaldmiðilinn í kerfinu, verðtryggðar krónur. Með öðrum þarf að byrja á því að afnema verðtryggingu á lánsfé í umferð innanlands, þar með talið á neytendalánum.

Þetta eru í raun líka markaðsrökin fyrir afnámi verðtryggingar: Það er ekki til staðar frjáls markaður fyrir peningaútgáfu og þess vegna er hlutverk ríkisins að tryggja einsleitni og sanngjarnar leikreglur. Það getur ríkið gert með því að skylda alla til að nota sama gjaldmiðil, alveg eins og til dæmis í umferðinni er öllum skylt að aka sömu megin á götunni.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.11.2012 kl. 17:44

30 identicon

Þetta kemur væntanlega á sama stað niður Ómar.

Já, það eru takmörk á því hversu mikið má lána út (sem hlutfall af eiginfé ef ég man rétt) en hvað kemur í veg fyrir að bankastjóri búi til innistæðu á móti láni? Hafa ekki öll lán bankana reikningsnúmer?

Seiken (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 19:08

31 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eftirlit og endurskoðendur ásamt heildarumsjón ríkisvalds eiga að koma í veg fyrir það. Sjálfsagt má segja að alltaf sé hægt að svindla. það er td, hægt að nefna hringekjukaup gömlu bankanna sem dæmi um að reynt hafi verið að búa til peninga úr engu - en sama dæmi sýnir vel að það er ekki hægt! Hinn sami banki mundi fara á hausinn og það heldur fyrr en seinna. þeir Sjallar hafa kannski rekið bankanna eftir þessari kenningu. Að útlán kæmu til af engu! Hvað sem því líðurþá sýndi skýrsla RNA eða leiddi alveg sannfærandi í ljós að grunnur gömlu bankanna var ekki nógu styrkur. það var umtalsvert loft í grunninum.

Ennfremur hef ég ekkert með samfylkingu að gera og hef aaldrei einu sinni kosið þann flokk hvorki í sveitarstjór eða alþingiskosningum. Eg er einn sjálfstæður óháður samfélagsrýnir og greinandi. Einn sárrafárra slíkra á Íslandi. Í grunninn hallast eg samt helst að Jafnaðarstefnu. Stefnu sem hefur skynsemi og raunsæi að leiðarljósi og kolfellur ekkialltaf strax fyrir einfölfum frösum og skyndilausnum. Eg spyr í hverju máli: Hvað er skynsamlegt að gera og hvernig er raunsætt að framkvæma það. Allt og sumt. það að eg hafi hallast að því að núverandi stjórnvöld hafi oft verið að fara réttu, raunsæju og skynsömu leiðina undanfarin ár helgast af ofangreindu. Nefnilega að þau hafi akkúrat farið skynsömu leiðina í flestum málum og fundið raunsæja aðferð til að framkvæma það.

Ennfremur, varðandi banka, þá kemur mér á óvart ef það er orðin almenn stefna Sjalla og meginkenning varðandi bankastarfsemi - að peningar verði barasta til úr engu! Hægt sé barasta að lána og lána útfrá engu og svo afskrifa rest! Held að það ætti að segja þeim snillingum BB yngri og Illuga ogTryggva frá þessu. Ja, þeir kannski trúa þessu og fara eftir þeirri kenningu í peningamálum og peningastjórn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2012 kl. 19:32

32 identicon

krónan er ekki á gullfæti. síðasti gjaldmiðillinn sem tekinn var af gullfæti í iðnríkjunum var dollar kog það gerðist 1971

kristinn rúnarsson (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 19:43

33 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Enda hafði eg gullfótinn innan gæsalappa. það sem gjaldmiðillin stendur á eru verðmætin á svæðinu þar sem gjaldmiðillinn er notaður. þetta er ekkert flókið.

þessvegna er gjaldmiðill eins og Evra sem stendur á mörgum fótum og hefur margar stoðir - mikilu, miklu mun stöðugari og traustari en svokölluð króna sem varla er hægt að kalla gjaldmiðil.

þar sem Ísland byggjir svo mikið á innflutningi og er svo háð innflutningi á allan hátt - þá er krónan aðeins viðmið við alvöru gjaldmiðla ss. Evru. Ofaní það kemur svo sveiflukenndur ,,gullfótur" eða sveiflukennd verðmæti sem standa á bak við krónuna.

þegar af þeim sökum er bráðnauðsynegt og mikið framfara og hagsmunamál fyrir allan almenning að Ísland gerist aðili að EU og taki upp Evru. Kostnaðurinn af því að halda úti þessum örgjaldmiðli er einfaldlega allt of mikill. Við erum tala um jafnvel hundruð milljarða á ári sem þarf að borga til að halda í þetta viðmið sem króna kallast.

Ofangreint er alveg kristalskýrt og óumdeilanlegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2012 kl. 20:27

34 identicon

Það er ekki nema von að ómar bjarki, samfylkingarmaðurinn blindi, trúi því að fjármunir verði til með því að ríkið prenti peninga...reyndin er sú að seðlabankinn prentar pappír, pappír sem er ekkert meira virði en aðrir gefa okkur kredit fyrir sem ígildi fjármálalegs styrk okkar sem þjóðar.

ómar, líkt og aðrir vinstri menn, átta sig ekki á að verðmæti verða til í einkageiranum, verðmæti pappírsins, t.d hjá útgerðinni, álfyrirtækjum og ferðaþjónustunni, opinberi geirinn tekur part afinnkomu einkageirans sem skapar verðmætin, opinberi geirinn borgar sínum starfsmönnum laun með þessari innkomu, í raun heldur uppi öllum pakkanum með þessari innkomu.

Opinberi geirinn er ill nauðsyn sem skapar lítil sem engin verðmæti....það eiga margir illt með að skilja hvað þá að kyngja !

Opinberi geirinn þrífst á innkomu einkageirans sem og þjóðfélagið allt....vinstri menn virðast ætíð halda að peningar vaxi á trjánum, að bæturnar þeirra verði til í tryggingarstofnun... hvílíkir fábjánar sem þessir menn eru !!

runar (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 21:00

35 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

96% af peningamagni á Íslandi eru búið til í bankakerfinu, aftur á móti eru aðeins 4% seðlar og mynt útgefin seðlabankanum.

Hvenær vorum við spurð að því hvort bankarnir ættu að gefa út peningana?

Eða væri kannski eðlilegra að einhver annar en þeir myndu sjá um það?

Afhverju ekki að láta banka aðeins gera það við höldum að þeir geri, sem er að taka við sparifé fólks og lána það út til þeirra sem þurfa á lánsfé að halda?

Guðmundur Ásgeirsson, 11.11.2012 kl. 21:43

36 identicon

 Guðmundur, Ómar Bjarki stimplar þig "sjalli" ef þú heldur þessu fram! 

Hrúturinn (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 21:57

37 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er alveg ótrúlegt. 96% peninga búið til í bankakerfinu?

Og hvernig þá?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2012 kl. 22:57

38 identicon

Ómar Bjarki: Ég veit að þú hefur gríðarlega þörf til að tjá þig um svo gott sem allt í samfélaginu eins og þú sért eitthvað yfirvald, burtséð frá því hvort þú hafir hugmynd um um hvað þú ert að tala,  en einstaka sinnum borgar sig að kynna sér hlutina án þess að vera með fyrirfram myndaðar skoðanir.

Hér er dæmi um það hvernig bankakerfið býr til peninga, eins og þú sérð er samsærissíðan Wikipedia sem er að halda utan um þessar upplýsingar...

Maynard (IP-tala skráð) 12.11.2012 kl. 18:11

39 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Dísös. þetta er nákvæmlega það sem eg lýsi áður og bendi á að það virðist sem þetta atriði rugli fólk í ríminu og fái það til að trúa þeirri dellu að peningar verði til úr engu. þarna er verið að lýsa margfeldisáhrifunum!

Sko, hugsa nú! Toppstykkið þarna uppi? Einhver heyrt um það? Tinka, thinking, hugsa etc.

Peningar eru lagðir inní banka. þá getur bankinn lánað mestanpart út. Hlutfall af því útláni kemur aftur inn í banka. Banki lánar mestanpart út - og svo koll af kolli.

Eða halda menn kannski bara að bankinn geymi peningana sem það leggur inn niðrí skúffu? Og vextir bara hókus pókus úr engu?

Já, margt fólk heldur það nefnilega. Sbr. kallinn í denn sem frétti af því að sparisjóðurinn í þorpinu var við það að fara á hausinn. þetta varð til mikillr umræð í þorpsfélaginu og þessi kall hafði þann hátt á að hann fór alltaf með peninga í lokuðu umslagi og lét gjaldkerann fá og skrifaði upphæðina á umslagið. Allir þekktu kallinn og létu þetta gott heita í bankanum enda pínulítið samfélag. Svo kemur þessi umræða um að sparisjóðurinn sé að fara í þrot. þá segir kallinn: Ja, ef þeir hafa opnað umslögin mín - þá skulu þeir eiga mér að mæta!

þetta, margfeldni útlána, er ma. ástæðan fyrir því að innlánstryggingakerfi er bráðnauðsynlegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.11.2012 kl. 22:29

40 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og vegna þess að mikið er í tísku að tala um ,,fjármagnseigendur" og sona - þeir fái ,,allt sitt tryggt" etc. - þá er grundvöllur þess að bankar láni út almennt, að fólk fáist til að leggja fé inní bankann og það rýrni ekki og sérlega mikilvægt að innstæðutryggingarkerfi sé til staðar.

það var þetta sem vantaði fyrr á tímum. Ma. var verðtrygging sett yfir á bankakerfið af þessum sökum. Vegna þess að áður voru það næstum bara sjallar sem fengu lán og þá helst eðal-sjallar. Almenningur fékk ekkert lán í bönkum nema eitthvað smotterí til málamynda með miklum eftirgangsmunum og helst þurfti að þekkja einhvern þingmann.

Eg get sagt bara eina litla sögu um hvernig þetta var og þetta er bara um 198o. (Því það tók alveg tíma að fá fólk til að leggja pening inní banka eftir að verðtrygging var sett. það var ekkert vaninn að geyma peninga í banka. Fólk eyddi þessu barasta strax) að það var ung kona sem vantaði eitthvað smotterí uppá að geta keypt sér gamlan ódýran bíl. Eitthvað smotterí bara. Hún skuldaði ekki neitt og þetta var í fyrsta skipti sem hún bað um bankalán. Smá brot af heildarupphæð. Hún fór í bankann og hafði undirskrift frá föðrur sínum í ábyrgð. Eitthvað hlægileg upphæð í nútímaskilningi. Bankastjórinn neitaði.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.11.2012 kl. 22:45

41 identicon

Ef þetta er það sem þú ert búinn að vera tala um allan tímann yfir hverju ertu þá að rífa þig?

"þetta er alveg ótrúlegt. 96% peninga búið til í bankakerfinu?

Og hvernig þá?"

Hérna virðist þú t.d. koma alveg af fjöllum hvernig meirihluti peninga sé búinn til af bankakerfinu sjálfu? Svo talar þú hvergi um margföldunar áhrif bankakerfisins, ég las aftur yfir öll svörin þín...

Enn fremur segir þú að þeir verði til með því að ríkisstjórnin prenti þá, en það er bara einfaldlega rangt hjá þér, ríkisstjórn Íslands kemur ekki nálægt peningaprentun (sem betur fer) heldur er það Seðlabanki Íslands sem sér um að prenta alla physical peninga (seðla og myntir). Seðlabankinn lánar síðan þá peninga áfram til annarra útlánastofnana.

Peningarnir sem við notum síðan flest öll (tölur í heimabankanum okkar) eru bara bókhalds "trix" hjá bankanum okkar byggt á þeim peningum sem hann hefur til vara.

En ég er viss um að þú vissir þetta allan tímann og ég get ekki beðið eftir að lesa enn eina söguna um eitthvað fólk sem að tengist þessari umræðu ekki neitt.

Maynard (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 15:47

42 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,það sem virðist síðan rugla fólk aðeins er margfeldni útlána. það er hægt að lána margfallt út miðað við það sem lagt er inn. Nútímabankakerfi er byggt þannig upp. Sú staðreynd, margfeldi útlána, virðist fá fólk til að kaupa þetta ,,peningar úr engu" kenninguna. Að það þurfi bara enga peninga til að lána út. Fólk eins og getur ekki hugsað þetta í botn. Að um hringrás er að ræða. þ.e.a.s. að það sem lánað er út - það kemur að hluta til aftur inní bankann - og þá er hægt að lána það aftur út o.s.frv.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.11.2012 kl. 17:10"

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.11.2012 kl. 16:21

43 identicon

Ah ég hefði víst mátt lesa betur yfir áður en ég fór að tjá mig, afsakaðu þetta Ómar og það er eflaust rétt hjá þér að misskilningur sumra á bindiskyldu bankanna sé á bakvið þá skoðun að bankarnir búi til peninga úr engu.

Maynard (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 16:34

44 identicon

"Although no new money was physically created in addition to the initial $100 deposit, new commercial bank money is created through loans".

Seiken (IP-tala skráð) 13.11.2012 kl. 16:37

45 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nákvæmlega. Trúið mér, eg hef lagt vinnu í þetta og hugsað alla enda í botn. (því eg get alveg samþykkt það að þetta er ekki í fyrstu alveg augljóst og það eru nokkrir þræðir sem þarf að hugsa í botn og flétta saman til að fatta þetta algjörlega.)

það verða engir nýjir peningar til. 100 dollarnir eru notaðir aftur og aftur. Hringrást. Með tilkomu rafrænna færsla má segja að þetta gerist hraðar (Hugsanlega).

Skiptir engu máli hvort menn gera þetta með kortum eða rafrænt. Á bakvið eru þessir 100 dollar.

Hitt er svo önnur umræða hvort skynsamlegt sé að bankar geti margfaldað svona í gegnum útlán. það er hægt að minnka það með aukinni bindiskyldu. Tískan hefur verið að minnaka bindiskyldu.

En það að margfeldið er svona mikið, það þýðir að bránauðsynlegt er að á bakvið bankana sé öflugur og virkur innstæðutryggingasjóður. Bráðnauðsynlegt og hluti af þessu kerfi.

Vegna þess að ef allt ofansagt er lesið - þá eru bankar augljóslega berskjaldaðir fyrir rönni sem kallast. Miklum úttektum innstæðna á stuttum tíma. Vegna þess að svo mikið er í útlánum og langan tíma tekur að hala útlánin inn í gegnum afborganir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.11.2012 kl. 17:37

46 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og ps. þið getið líka hugsað þetta sem rosa hringr´sarkerfi í verksmiðju þar sem hréfni fer alltaf hring og lítill hluti fer smám saman í tank. Alltaf sama hráefnið inní kerfinu (auk þess sem matað er nýtt inn, þ.e. útgáfa Seðlabanka/ríkis.) þetta er í raun heilmikil pæling hvernig peningakerfi virkar. það er líka spurning hvort ekki sé nauðsynlegt að alltaf sé smávægileg verðbólga. Td. undanfarna öld á Vesturlöndum hefur verið fólksfjölgun og þar af leiðandi aukist við peningana í kerfinu. Maður spyr sig td. í Evr´pu sumsstaðar þar sem fólksfjöldi er að ná jafnvægi og fer hugsanlega minnkand (og þá til lengri tíma litið) - hvernig svona kerfi virki þá. þ.e.a.s. hvort ekki þurfi alltaf smá innspýtingu í svona kerfi til að það fúnkeri. Alls ekki of mikla heldur ör, ör litla. Til að viðhalda keyrslunni.

Varðandi Ólaf hagfræðing, þá er eg alveg krossbit að svona hámenntaðar maður í hagfræðiskólum útí heimi skuli halda slíku fram sem hann gerir án þess að geta þess að um algjöra jaðarkenningu er að ræða og nánast enginn tekur alvarlega. Hann hlýtur alveg að vita vel að um jaðar, jaðarkenningu er að ræða og alveg sérstaklega eins og hann setur þetta fram.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.11.2012 kl. 17:53

47 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Held það nefnilega. Held eg hafi dottið niðrá snilldarkenningu. Í Evrópu er engin ,,evrukreppa". það sem er að gerast er að kerfið hægir á sér. Evran í raun er svarið við þessu. Stækkar kerfið og gerir það margbreytilegra og stöðugara. það er verið að bregðast við hægari fólksfjölgun sem gerist á löngum tíma. essvegna er engin kreppa. það er bara eðlileg niðurgíring og stillibreytingar á kerfi. Allt og sumt.

Sést td. í Brazil, að þar er mikill uppgangur og hagvöxtur. það skýrist sennilega bara af fólksfjölgun.

Vanmetið í efnhagsmódelum. Fólksfjölgun mikil og/eða lítil.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.11.2012 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband