Evru-tilraunin sundrar ESB

Evran er tilraun til að þvinga fram pólitískan samruna ríka sem búa við ólík hagkerfi. Evran hefur ekki leitt til aukinnar samleitni hagkerfa, heldur þvert á móti fært hagkerfi fjær hvert öðru. Hagfræðingurinn Philip Plickert skrifar grein á heimasíðu FAZ-útgáfunnar þýsku undir heitinu ,,Das Euro hat Europa nicht geeint" - evran hefur ekki sameinað Evrópu.

Plickert vísar í nýja rannsókn Jörg König og Renate Ohr við háskólann í Göttingen sem freistuðu þess að mæla samleitni hagkerfa í Evrópusambandinu.

Niðurstöðurnar eru sláandi. Áratugur með evru hefur ekki aukið samleitni hagkerfa í evru-ríkjununum 17. Þvert á mót eru hagkerfi sumra þjóða, Ítalíu og Grikklands, orðin ólíkari hinum hagkerfunum en þau voru fyrir upptöku evrunnar.

Plickert telur að valkostirnir sem Evrópusambandið stendur frammi fyrir séu tveir. Í fyrsta lagi að halda áfram samrunaferli að ofan án þess að gefa því gaum að það ferli er dæmt til að mistakast. Í öðru lagi að leyfa markaðsöflum að finna sinn eigin takt og að samleitni hagkerfa verði gerð að neðan með verslun og viðskiptum.

Plickert segir samruna að ofan valda skaða með því að ólíkum hagkerfum er haldið í spennitreyju.

Leiðin sem Plickert boðar er í samræmi við stefnubreytingu sem er að verða í breska Íhaldsflokknum. Þar á bæ eru andstæðingar aðildar Breta að Evrópusambandinu óðum að ná völdum. Dálkahöfundurinn Charles Moore í Telegraph vekur athygli á nýlegum ummælum menntamálaráðherra Breta, Michael Gove, sem sagði að hann gæti hugsað sér að greiða atkvæði með því að Bretar yfirgæfu Evrópusambandið. Fyrir nokkrum misserum hefði slík yfirlýsing þótt hneyksli.

Moore segir að áætlun, sem Oliver Letwin setti saman á dögum Thatcher á níunda áratugnum, og gerir ráð fyrir tveggja hraða Evrópusambandi. I kjarnanum væru evru-ríkin sem rynnu saman í pólitíska heild. Í ytra laginu stæðu fullvalda ríki sem ættu viðskiptasamband við kjarnaríkin. 

Engin leið er að sjá fyrir hvað verður um Evrópusambandið. Um hitt er þó vaxandi samstaða að Evrópusambandið mun gerbreytast ef það ætlar ekki að sundrast í frumeindir sínar. Við þær aðstæður er fullkomin markleysa að tala um að Ísland ætti að klára samninga við Evrópusambandið til að sjá ,,hvað er í boði." 

 

 


mbl.is Hótar að sprengja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grein Plickert er allrar athygli verð en líklega hefur Páll ekki lesið nema brot af henni. Plickert rekur hvernig tvær meginhugmyndir hafa verið settar fram um samruna Evrópu. Önnur er leið markaðar en hin er leið stofnana. J Monet var fulltrúi síðari leiðarinnar og Erhard fulltrúi fyrri leiðar.König og Ohr hafa sett saman ESB-mælikvarða sem metur aðlögun landa að ESB út frá 25 mælikvörðum. Í ljós kemur að á síðastliðnum 10 hafa ESB-löndin verið að líkjast hvert öðru eða hafa þróast í sömu átt.En þróunin er misjöfn. Hún gengur hægar fyrir sig á Ítalíu, í Grikklandi og Portugal. Danmörk (með krónu beintengda við evru) og Svíþjóð þróast þróast hraðar í átt að sameiningu en löndin þrjú. Niðurstaða Pickert er sú að ekki sé hægt að knýgja fram sameiningu með valdboði heldur verði hún að þróast í markaðshagkerfi.---Pickert boðað enga leið og hann nefnir hvergi breska Íhaldsflokkinn. Þetta er skáldskapur Páls ekki-baugsmiðils en hjá honum eru ekki skörp skil á millu veruleika og hugaróra.

gangleri (IP-tala skráð) 28.10.2012 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband