Samfylking afhendir Ísland hrægömmum

Samfylkingarþingmaðurinn Helgi Hjörvar tók að sér að liðka fyrir hrægammasjóði sem keypt hafa hluti í föllnu íslensku bönkunum á hrakvirði en hyggjast innheimta á á fullu verði. Helgi Hjörvar er formaður efnahags- og viðskiptanefndar sem 12. mars 2012 breytti frumvarpi til gjaldeyrisvarna í þá átt að auðvelda hrægammasjóðum að taka út í gjaldeyri fjármuni sem verða til skiptanna í uppgjöri á þrotabúi bankanna.

Lilja Mósesdóttir skrifar um þjónkun Samfylkingar og ríkisstjórnarinnar við hrægammasjóðina. Lilja segir

Nú standa yfir nauðasamningar við kröfuhafa Glitnis og Kaupþings en stór hluti þeirra eru að öllum líkindum hrægammasjóðir. Upphafleg hugmynd stjórnarflokkanna var að leyfa slitastjórnum að gefa út skuldabréf í erlendum myntum sem útborgun fyrir eignir gömlu bankanna.  Ég hef ítrekað varað við þessari óraunhæfu lausn þar sem hún mun gera erlendar skuldir þjóðarbúsins ósjálfbærar. Þessi lausn þýðir í raun að hrægammasjóðir fá Ísland eða útflutningstekjur okkar um ókomna framtíð á silfurfati.

Liðið sem situr núna í stjórnarráðinu sýndi í Icesave-málinu að það hefur ekki gripsvit á stærra samhengi ríkisfjármála. Það verður að grípa í taumana áður en það er um seinan.

 


mbl.is „Ýmsir þingmenn“ studdu slitastjórnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er rétt að minna á það að vextirnir af Icesave hefðu kostað okkur 30 milljarða á ári, þ.e. nú 90 milljarða miðað við upphafsárið 2009 sem Bretar bjuggu til þetta "þvingunarlán" utan um háls íslendinga. 90 milljarðar dugir í ýmislegt, hvar væri ríkissjóður staddur þá? og hver vildi keyra þetta gegnum þingið með leifturhraða og samþykkja þessa hlekki á íslenska þjóð? það er skelfilegt að hugsa til þess að sömu menn fari með stjórn þessara miklu mála og varða þjóðarhag

þórður (IP-tala skráð) 28.10.2012 kl. 14:26

2 identicon

Hefja þarf opinbera sakamálarannsókn vegna þessara ákvarðana mannsins.

Eðlilegt er að hún verði hafin með rannsókn á fjármálum hans.

Rósa (IP-tala skráð) 28.10.2012 kl. 16:08

3 identicon

Ætli RÚV skoði þetta mál?

Tja.  Það er líklega of mikilvægt fyrir hvern einn og einasta Íslending.  Og kanski sérstaklega þá fátækari.

jonasgeir (IP-tala skráð) 28.10.2012 kl. 16:44

4 Smámynd: Elle_

Af hverju hefur ekki farið fram rannsókn á hættulegum framgangi ríkisstjórnarflokkanna bæði í sambandi við hina svokölluðu ´endurrreisn´ bankanna og ICESAVE til höfuðs fólkinu í landinu.

Elle_, 28.10.2012 kl. 17:00

5 identicon

Það bíður væntanlega næstu stjórnar að fara í þessa rannsókn Elle.

Ég velti því fyrir mér hvort að nýtt "Icesave" mál sé í uppsiglingu.  Ef leið AGS út úr þessum vanda verður farin (að gefa út langt skuldabréf í erlendri mynt), hvort það mál endi ekki í þjóðaratkvæði. Getur ríkissjóður gefið út slíkt skuldabréf án þess að um það verði sett sérstök lög?

Ég fagna því auðvitað að síðuhöfundur skuli hafa áhyggjur af þessari stöðu enda er hún grafalvarleg.  En hvar voru áhyggjur síðuhöfundar af þessu máli þegar hann var að berjast fyrir háu vaxtastigi í nýlegum pistli?  Háir vextir eftir hrun hafa ekki gert neitt annað en að stækka snjóhengjuna fyrir aftan gjaldeyrishöftin og komið í veg fyrir að heimili og fyrirtæki næðu sér á strik.

Seiken (IP-tala skráð) 28.10.2012 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband