Jóhanna, ESB-fylkingin og stríð Íslands

Jóhanna Sig. tók af öll tvímæli um að Samfylkingin er eini ESB-flokkurinn á Íslandi. Hún sagði á floksstjórnarfundinum í dag

Möguleg aðild að ESB og upptaka evru er háð því að Samfylkingin verði áfram í forystu við ríkisstjórnarborðið á næsta kjörtímabili. Samfylkingin er og hefur verið brjóstvörn allra þeirra sem hafa viljað láta á aðild að ESB reyna.

Hrannar ræðuritari Jóhönnu kom með snilldarviðbót við röksemdafærslu Samfylkingar og lét eftirfarandi orð í munn formannsins:

Og öll þekkjum við þær samfélaglegu umbætur , frið og farsæld sem ESB hefur haft í för með sér og hafa nú orðið til þess að sambandinu hafa verið veitt friðarverðlaun Nobels.

Næst ættu þau Hrannar og Jóhanna að útskýra hvers vegna stríð á meginlandi Evrópu sem hófust þegar sonarsynir Karlamagnúsar skiptu með sér ríki hans, um það bil þegar Ísland byggðist, eigi að ráða því hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið.

Evrópusambandið fékk friðarverðlaun Nobels fyrir að stuðla að friði á meginlandi álfunnar. Það eru söguleg rök fyrir þjóðirnar sem þar búa að fórna fullveldinu til að halda friðinn. Engin slík rök eiga við Íslendinga. Við höfum aldrei átt í átökum við meginlandsþjóðir Evrópu og notið fjarlægðarinnar frá illdeilum þeirra.

Við verðum að sjá til þess að víkin sem er á milli vina, Norður-Atlantshafið, verði ekki brúuð með samfylkingarfroðu.


mbl.is Barist um nýja og gamla Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er hlægileg niðurstaða að veita ESB friðarverðlaun Nobels. Það erallt að stefna til helvítis í Evrópuríkjum vegna aðgerða ESB.

Nær hefði verið að veita Kjarnorkusprengjunni þessi verðlaun. Tilurð hennar hefur orðið til þess að stóru þjóðinar fara ekki í stríð, og einnig er rætt um að þær sprengingar í Japan hafi bundið enda á heimstyrjöldina.

Eggert Guðmundsson, 27.10.2012 kl. 16:01

2 identicon

Jóhanna er afrískur stríðsherra, sem heyir stríð gegn eigin þjóð, studd með fé og vopnum af nýlenduþjóð.

Hún er okkar Charles Taylor, Bokassa og Mugabe, hún er að berjast um völdin, en ekki velferð Íslendinga.

Svo þetta sé bara sagt hreint út, hún er snarklikkuð, og er ógn við þjóðina.

Hilmar (IP-tala skráð) 27.10.2012 kl. 16:25

3 identicon

Hvernig getur Jóhanna alltaf talað einsog hún tilheyri kúguðum minnihluta í stjórnarandstöðu á þinginu?

Hennar tími kom 

hún varð forsætisráðherra

en ósköp hefur hún nýtt þennan tíma sinn illa

Grímur (IP-tala skráð) 27.10.2012 kl. 16:59

4 identicon

Blessuð konan gengur bersýnilega ekki heil til skógar.

Rósa (IP-tala skráð) 27.10.2012 kl. 18:42

5 identicon

já ,nú veitir ekki af að Guð blessi Island .....:( 

Ragnhild H (IP-tala skráð) 27.10.2012 kl. 23:26

6 identicon

Það er svolítið kómískt að lesa pistil Teits Atlasonar um þráhyggju Davíðs Oddssonar í dag. Hann hefur greinilega ekki hlustað á ræðu Jóhönnu. Karl Th. Birgisson fær hins vegar stóran plús fyrir sitt innlegg.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.10.2012 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband